Það er lítið mál er að tengja Manor við Outlook og fá atburði til þess að streyma á milli kerfa. Það þýðir að ef þú stofnar atburði við mál þá birtist þeir í Outlook hjá og þeir atburðir sem stofnaðir eru í Outlook birtast í Manor. Aðal ávinningurinn er sá að Manor gerir tillögu að tímaskráningum fyrir þig út frá atburðum í Outlook. Ef þú varst á fundi í hádeginu á föstudegi þá kemur tillaga um það í tímaskráninguna. Þú nærð því fleiri tímum en áður enn.


Til að tengja Outlook þarftu að taka þessi skref:


 1. Skrá þig inn í Manor

 2. Velja nafnið þitt efst til vinstri
 3. Finna þar svæðið Outlook tenging og smella á hnappinn Tengjast Outlook
 4. þá ferðu yfir á vefsvæði Microsoft til þess að staðfesta að Manor megi tengjast og sækja upplýsingar í Outlook hjá þér. Hér skráir þú þig inn og velur svo þann Outlook reikning sem þú vilt tengja við Manor.

 5. Þegar innskráningu hjá Outlook er lokið ferðu aftur í Manor og sérð þá þennan glugga. Hér þarftu að velja viðeigandi dagatal svo Manor geti sótt atburði og skráð atburði á réttan stað.

  Algengt er að vera aðeins með eitt dagatal og það heitir einfaldlega Calendar hjá Outlook.

  Þegar þú hefur valið dagatöl er smellt á Vista

 6. Nú hefst lestur atburða frá Outlook og skráning atburða úr Manor yfir í Outlook. Þetta getur tekið nokkurn tíma og fer eftir fjölda atburða í Manor og Outlook.

  Þú þarft ekki að bíða eftir að þetta klárist og getur lokað glugganum. Afritun atburða getur tekið frá 1 mín til 60 mín og keyrist í bakgrunni.  Þú getur alltaf athugað síðar hvernig afritun gengur. Þegar afritun er lokið sést það vel þar sem öllu er lokið.
 7. Þú ert nú búin að tengjast Outlook og munu atburðir flæða á milli Manor og Outlook héðan í frá

  Vel gert!


Hvaða gögn færast á milli?

Manor á bein samskipti við Outlook um alla atburði og uppfærast þeir á báðum stöðum samstundis.

 • Atburðir stofnaðir í Outlook birtast í Manor.
 • Atburðir stofnaðir í Manor birtast í Outlook.
 • Öllu sem er breytt í Manor eða Outlook uppfærist samstundist í báðum kerfum.
 • Atburðum sem er eytt eyðast í báðum kerfum.


Athugið að allir atburðir eru lesnir á milli kerfa. Manor gerir ekki greinamun á persónulegum og vinnutengdum atburðum í Outlook.Hverjir geta séð atburðina mína?

Þú stjórnar því hverjir geta séð þína atburði.

 • Þú velur hvaða dagatal er lesið inn í Outlook - flestir eru með eitt fyrir vinnu og annað fyrir persónulega atburði.
 • Ef atbuður er skráður sérstaklega á tiltekið mál þá geta allir í því máli séð atburðinn.
 • Ef atburður er ekki skráður á neitt mál þá sérð aðeins þú atburðinn.


Stjórnendur eða eigendur hjá þínu fyrirtæki geta ekki séð þá outlook atburði sem fluttust inn í Manor hjá þér. Þeir geta aðeins séð atburði sem þú hefur tengd við tiltekið mál.Hvað gerist ef ég aftengi Outlook?

Ef þú aftengist Outlook þá hætta atburðir að streyma á milli kerfa.

 • Engum atburðum er eytt.
 • Atburðir sem þá eru til staðar verða eftir í báðum kerfum.
 • Ef þú vilt eyða þeim úr Manor þarf að eyða þeim handvirkt í Manor.
 • Ef þú vilt eyða þeim úr Outlook þarf að eyða þeim handvirkt í Outlook.Gekk ekki að tengjast?

Ef þú gast ekki tengst og stoppaðir í skrefi 5. þar sem velja átti dagatöl þá er Outlook hjá þér ekki hýst með þeim hætti sem möglegt er að tengja við Manor. Manor nýtir Microsoft Graph API til þess að eiga örugg samskipti við Outlook tölvupóst og dagatöl notenda sem vilja tengja þau við Manor. Það er aðeins mögulegt í þeim tilvikum sem Outlook er hýst með tilteknum hætti, svo sem:


 • Office 365
 • Exchange Online (hýst í Azure)
 • Exchange Server í hybrid deployments (on-premise but somehow connected to Azure)
 • Einstaklingsaðgangar á Outlook.com


Ekki er hægt að tengja eldri uppsetningu af Outlook sem hýst er innanhúss.


 • On-premise Exchange Server in a classic non-hybrid deployment


Flestir þjónustuveitendur bjóða notendum sínum að færa sig inn í einhverja af skýjalausnum sem nefndar eru hér að ofan og styðja Microsoft Graph API.


Viltu tengja annan reikning?

Ef þú vilt skipta um Outlook reikning sem tengist Manor þá þarf að smella á nafnið sitt efst í Manor. Fara þar í Tengingar. Þar þarf svo að finna Outlook tenginguna og smella á hnapinn Breyta. Þar þarf að smella á hnapinn Aftengjast og við það rofnar tengingin við Outlook.Næst þarf að skrá skrá sig út af vefsvæði Outlook. Þetta er mjög mikilvægt skref. Þú gætir verið skráð/ur inn í Outlook án þess að átta þig á því, og án þess að Outlook sé opið í vafranum, ef þú baðst Outlook að muna innskráninguna. Til þess að skrá sig út er best að fara á innskráningarsíðu Outlook https://login.live.com/ - skrá sig inn ef þarf og skrá sig svo aftur út.


Til þess að tengja nýja reikninginn þá ferðu í Manor, ferð á sama stað og smellir Tengjast hnappinn. Þá flystu á innskráningarsíðu Outlook og getur nú skráð þig inn þar á nýja reikninginn og þá myndast tenging við Manor.
Gmail og Outlook

Ef Outlook er notað til þess að tengjast pósthólfum hjá Gmail þá er ekki hægt að tengja það Outlook við Manor. Nausðynlegt er að nota pósthólf og/eða dagatal innan Outlook (með einum eða öðrum hætti) til þess að hægt sé að tengjast.