Hægt er að greiða fyrir áskrift að Manor með ýmsum hætti.


  • Fá greiðsluseðil í netbanka.
  • Greiða með millifærslu.
  • Greiða með greiðslukorti.


Áskrift er rukkuð fyrirfram 1. hvers mánaðar fyrir þann mánuð sem þá hafinn er.


Dæmi

Þann 1. júlí er rukkað fyrir júlí mánuð.


En ef áskrift hefst um miðjan mánuð?

Þá er fyrsta greiðsla þann 1. næsta mánaðar fyrir þann mánuð sem þá hafinn er auk þeirra daga sem nýttir voru af fyrri mánuði.


En ef notandi hættir um miðjan mánuð?

Þriggja mánaða uppsagnarfrestur er á öllum áskriftum sem byrjar að telja frá fyrsta næsta mánaðar eftir uppsögn.