Það er einfalt að flytja færslur á borð við tíma, akstur, vörur eða kostnað á milli mála. Þá er farið í málið þar sem færslan sem á að færa er staðsett og farið inn í t.d. tímafærslur.


 

Þegar þangað er komið má sjá lista af tímafærslum. Þar hakar þú við þær færslur sem þú vilt flytja smellir svo á hnappinn Flytja.
Þá kemur upp viðmót sem spyr hvert færslan eigi að flytjast.
Hér þarft þú að velja hvert færslurnar eigi að flytjast, svo er smellt á Flytja hnappinn.Þá er færslan flutt og þú færist yfir á yfirlit yfir tímafærslur í málinu sem þú fluttir færsluna yfir á. Þannig getur þú séð að færslan fluttist sér á réttan stað.Er hægt að flytja reikningsfærð atriði?

Nei það er ekki hægt. Hafi færsla (tími, akstur, vara, kostnaður) verið reikningsfærð í tilteknu máli þá er ekki hægt að færa hana yfir á annað mál. Þetta er gert til þess að skapa rétta sögu í skráningu og útgáfu reikninga. Það er hins vegar lítið mál að afrita slíkar færslur yfir á önnur mál.


Ef reynt er að flytja þegar reikningsfærð atriði kemur viðvörun og ekki er mögulegt að klára flutninginn. Það er þó hægt að klára flutning á óreikningsfærðum færslum ef margar voru valdar og einhverjar þeirra óreikningsfærðar.


save image