Það er einfalt að afrita færslur á borð við tíma, akstur, vörur eða kostnað yfir á annað mál. Þá er farið í málið þar sem færslan sem á að færa er staðsett og farið inn í t.d. tímafærslur.Þegar þangað er komið blasir við listi af tímafærslum. Hér hakar þú við þær færslur sem þú vilt afrita og smellir svo á hnappinn Afrita.
Þá kemur upp viðmót sem spyr hvert færslan eigi að afritast.
Hér þarftu að velja hvað þú vilt að gerist með tímasetningu á færslunum.


  • Skrá á daginn í dag
    • Þá færast færslurnar yfir á nýja málið með nýjum tímasetningum sem yrðu dagurinn í dag og klukkan núna.
  • Halda dagsetningum óbreyttum.
    • Þá færast færslurnar yfir á nýja málið með sömu tímasetningum og eru á færslunum núna.


Því næst velur þú hvert þú vilt flytja færslurnar - á hvaða mál.


Svo smellir þú á Afrita hnappinn.


Þá er færslan afrituð og þú færist yfir á yfirlit yfir tímafærslur í málinu sem þú afritaði færsluna yfir á. Þannig getur þú séð að færslan afritaðist sér á réttan stað.


Er hægt að afrita færslur sem búið er að reikningsfæra?

Já það er ekkert mál. Afritun felur ekki í sér neina breitingu á færslunum sem verið er að afrita heldur verða til nýjar færslur sem eru eins og þær sem fyrir voru.