Mál í Manor fá númer í hækkandi númeraröð. Fyrsta málið er númer 1. og það næsta númer 2. og svo framvegis. Þessi nálgun hefur reynst mjög vel og gerir það mjög einfalt að finna og muna númer mála.
Málsnúmer er aðeins nýtt einu sinni og kemur aldrei aftur. Mál sem er eytt heldur sínu númeri og því er ekki úthlutað á nýjan leik. Ekki er hægt að breyta númeri máls og ekki er hægt að velja tiltekið númer þegar mál er stofnað. Úthlutun er alfarið sjálfvirk.
Mörg gömul kerfi nýtt númer mála til þess að segja hvenær þau voru stofnuð, til dæmis fyrsta mál 2022 væri 22-001, eða hvers eðlis málin væru, til dæmis fyrsta ráðgjafarmál árið 2022 væri R22-001, o.s.frv. Þetta er óþarfi nú til dags þar sem einfalt er að skrá hvaða gögn sem er við málið og leita eða flokka eftir þeim gögnum.
Get ég notað mína eigin númeraröð?
Já. Margir sem eru með önnur málakerfi áður en þeir koma yfir í Manor eru þegar með númeraröð á málum. Það er ekkert mál að stilla Manor svo að sú sería haldi sér þegar Manor er tekið í notkun.
Hafa þarf samband við þjónustuver til þess að lesa inn eldri mál og fá sérstaka útfærslu á númeraröð.
Get ég skráð önnur númer á málið?
Já. Manor býður upp á að virkja ytra málsnúmer mála en sá reitur er opinn og hægt að skrá hvað sem er í hann.