Að stilla tímalengd vinnudagsÞað er einstaklega þægilegt viðmót í Manor þegar kemur að skráningu tíma. Tímar eru skráðir með myndrænum hætti. Til þess að skrá tíma ferðu í Tímar í vinstri valmynd og þá birtist mynd af vinnuvikunni.




Þegar hingað er komið er hægt að smella hvar sem er á vikuna og teikna tímafærslu með því að smella þar sem þú vilt að tímafærslan hefjist og draga með músinni þangað sem tímafærslan á að enda.


 



þegar búið er að skrá teikna færsluna þá opnast gluggi til þess að skrá nánari upplýsingar um tímafærsluna.



Nauðsynlegt er að fylla út í reiti sem eru merktir með * rauðri stjörnumerkingu.


Mál* 

  • Hér þarf að velja það mál sem tímafærslan á að fara á. Hægt er að breyta því hvenær sem er svo lengi sem ekki sé búið að reikningsfæra tímafærsluna.

Dagsetning* 

  • Hér þarf að skrá dagsetningu færslunnar. Tímafærsla getur aðeins tilheyrt einum degi. Ef tímafærsla nær yfir tvo daga þarf að skrá tvær færslur, eina á hvorum degi fyrir sig.

Byrjar* 

  • Hér þarf að skrá upphafstíma færslunnar. Ef þú teiknaðir færsluna á vikumyndina þá er tímasetningin þegar útfyllt.

Endar* 

  • Hér þarf að skrá hvenær tímafærslunni lauk. Ef þú teiknaðir færsluna á vikumyndina þá er tímasetningin þegar útfyllt. 

Lengd

  • Lengd færslunnar reiknast að sjálfu sér.

Til greiðslu

  • Hægt er að skilgreina lengd til greiðslu fyrir tímafærsluna. Ef þú til dæmis vannst í 02:00 klst en vilt aðeins rukka 01:00 þá væri 01:00 skráð í Til greiðslu reitinn.

Texti í vinnuskýrslu

  • Hér þarf að skrá hvað var gert. Því nákvæmari texti því líklegra er að reikningur fáist greiddur síðar án athugasemda.


Tillögur

  • Ef þú hefur áður skráð tímafærslu í viðkomandi mál þá geturðu séð tillögur að texta. Tillögurnar eru þeir textar sem þú notaðir í síðustu færslur sem þú skráðir á málið.


Innri athugasemd

  • Hægt er að skrá sérstaka innri athugasemd sem eingögnu sést innanhúss og kemur ekki fram á reikningi eða vinnuskýrslu.


Greiðandi

  • Hægt er að ákveða að greiðandi að þessari tímafærslu sé einhver annar en viðskiptavinurinn. Algengast er þó að valið sé Sami og viðskiptavinur og þá er viðskiptavinurinn greiðandi færslunnar.


Taxti* 

  • Hér þarf að velja þann taxta sem á að nota við færsluna. Sjálfgefinn er sami taxti og þú notaðir síðast í málinu. Mögulegt er að ekki sé hægt að velja taxta og þá skýrist það af því að stillingar í Manor hjá þér eru þannig að notast sé við nafn starfsmanns við verðstýringu en ekki sérstaka taxta.

Notandi

  • Hér er skráð hvaða notandi skráði færsluna.



Hér má sjá ferlið í heild sinni við að skrá tíma.




Að breyta lengd færslu meðan verið er að skrá upplýsingar


Þegar þú ert að skrá inn upplýsingar tímafærslunnar þá er enn hægt að breyta lengd færslunnar með músinni í hægri dálki þar sem vikudagurinn er sýnilegur. Hér má sjá hvernig:




Þegar allt er klárt er smellt á hnappinn [Vista].


Breyta, afrita og eyða tímafærslu


Á vikumyndinni er einnig hægt að gera ýmsar aðgerðir við tímafærslurnar. Á hverri færslu eru þrjá lítil tákn sem bjóða upp á að breyta, eyða eða afrita færsluna



Annað sniðugt í vikuviðmótinu:

  • Hægt er að fletta til vinstri og hægri og velja þá viku sem hentar.
  • Hægt er að velja ákveðna viku úr flettilista.
  • Hnappurinn Í dag fer alltaf á daginn í dag.
  • Töfluhnappurinn birtir tímafærslur í töflu en ekki vikumynd.


Önnur leið til að skrá tíma


Það er einnig alltaf hægt að smella á bláa hnappinn efst til hægri Stofna og velja þar Tímafærslu. Þá kemur upp sama viðmót til þess að skrá tímafærsluna og lýst er hér að ofan.






Er korter minnsta einingin?

Sjálfgefin eining í Manor er 15 míntútur en þú getur hins vegar stillt það hvernig sem hentar.



Hvernig stilli ég upphafs- og lokatíma dagatals?

Það er ekkert mál að stilla upphafstíma og lokatíma. Þú getur stillt það hvernig sem hentar.