Einfalt mál er að framkvæma magnaðgerðir á atriði til greiðslu, svo sem tímafærslur, akstursfærslur, vörufærslur eða kostnaðarfærslur. Í flestum tilvikum er nálgunin sú sama þar sem velja þarf það sem á að breyta og frramkvæmda svo aðgerðina.
Fyrst þarf að fara í málið sem við á. Þar í vinstri kanti eru svæði fyrir atriði til greiðslu sem búið er að skrá á málið. Í hverju svæði má smella á "Sjá meira" til þess að fá fram lista yfir viðkomandi færslur.
Skoðum hverja tegund fyrir sig:
Tímafærslur
Til þess að breyta mörgum tímafærslum í einu er farið í málið og svæðið í vinstri kanti fyrir tímafærslur fundið. Smellt er á "Sjá meira".
Þegar þangað er komið skal haka við þær tímafærslur sem á að breyta. Um leið og hakað er við birtast valkostir í magnaðgerðum fyrir ofan töfluna.
Aðgrðirnar eru þessar:
- Skipta um notanda: Breyta því hver skráði tímafærsluna. Sá notandi sem valin er í magnaðgerð mun þá gilda í öllum völdum færslum.
- Skipta um taxta: Breyta þeim taxta sem skráður var á færslurnar. Sá taxti sem valinn er í magnaðgerð mun þá gilda í öllum völdum færslum.
- Afrita: Valdar færslur eru þá afritaðar svo til verða nákvæmlega eins færslur. Hægt er að afrita innan máls eða yfir á annað mál.
- Flytja: Valdar færslur eru þá fluttar á annað mál og fara úr því máli sem þær voru í fyrir.
- Eyða: Þá er völdum færslum eytt.
Athugið að ef hnappur sést ekki sem hér er nefndur er það vegna réttindastillinga í Manor hjá þínu fyrirtæki.
Akstur
Sama nálgun gildir um akstur. Fyrst þarf að velja þær akstursfærslur sem breyta á og svo velja viðeigandi magnaðgerð.
- Skipta um taxta: Breyta þeim taxta sem skráður var á færslurnar. Sá taxti sem valinn er í magnaðgerð mun þá gilda í öllum völdum færslum.
- Afrita: Valdar færslur eru þá afritaðar svo til verða nákvæmlega eins færslur. Hægt er að afrita innan máls eða yfir á annað mál.
- Flytja: Valdar færslur eru þá fluttar á annað mál og fara úr því máli sem þær voru í fyrir.
- Eyða: Þá er völdum færslum eytt.
Vörur
Sama nálgun gildir um vörur. Fyrst þarf að velja þær vörufærslur sem breyta á og svo velja viðeigandi magnaðgerð.
- Skipta um taxta: Breyta þeim taxta sem skráður var á færslurnar. Sá taxti sem valinn er í magnaðgerð mun þá gilda í öllum völdum færslum.
- Afrita: Valdar færslur eru þá afritaðar svo til verða nákvæmlega eins færslur. Hægt er að afrita innan máls eða yfir á annað mál.
- Flytja: Valdar færslur eru þá fluttar á annað mál og fara úr því máli sem þær voru í fyrir.
- Eyða: Þá er völdum færslum eytt.
Kostnaður
Sama nálgun gildir um kostnað. Fyrst þarf að velja þær kostnaðarfærslur sem breyta á og svo velja viðeigandi magnaðgerð.
- Afrita: Valdar færslur eru þá afritaðar svo til verða nákvæmlega eins færslur. Hægt er að afrita innan máls eða yfir á annað mál.
- Flytja: Valdar færslur eru þá fluttar á annað mál og fara úr því máli sem þær voru í fyrir.
- Eyða: Þá er völdum færslum eytt.