Mál er kjarninn í því sem notendur Manor fást við. Þeir fá inn á borð til sín mál sem þeir þurfa að sinna. Þegar þú stofnar mál þá gefur þú því nafn og Manor úthlutar svo númeri á málið. Þú getur einnig valið viðskiptavin, málaflokk, o.fl. forsendur ef það hentar. Þegar málið er orðið til í Manor er hægt að skrá margvíslegar upplýsingar inn í málið svo sem vinnustundir, vörur, akstur eða útlagðan kostnað. Þá er hægt að geyma skjöl við málið, stofna verkefni, skrá atburði o.fl.


Hvernig lítur málið út?

Mál eru mjög myndræn í Manor og þægilegt að fá góða yfirsín yfir það sem hefur gerst í málinu á tímalínu málsins sem er í miðjunni. Hér að neðan má sja dæmigert mál.


save image


Hvað þýða svæðin í málinu?

 • Til vinstri í málinu eru svæði sem sýna:
  • Upplýsingar um mál: Nafn, númer, viðskiptavinur, o.fl.
  • Óreikningsfært: Það sem er útistandandi í málinu.
  • Reikningar: Þeir reikningar sem gefnir hafa verið út í málinu.
  • Tímar: Þeir tímar sem skráðir hafa verið á málið.
  • Akstur: Sá akstur sem skráður hefur verið á málið.
  • Vörur: Þær vörur sem skráðar hafa verið á málið.
  • Kostnaður: Sá kostnaður sem lagður hefur verið út í málinu.

 • Í miðjunni er tímalína sem sýnir öll atriði málsins í tímaröð. Þar er einnig hægt að skrifa færslu með texta sem kemur á tímalínuna sem hentar vel til þess að skrá inn ýmsar upplýsingar um málið. Það er hægt að festa atriði á tímalínu efst á línuna með því að smella á [Festa] hnapp efst í hverju atriði.

 • Til hægri í málinu eru svæði sem sýna:
  • Verkefni: verkefni sem tilheyra málinu eru birt í þar til gerður svæði. Þar sjást aðeins ólokin verkefni.
  • Atburðir: Atburðir sem framundan eru í málinu eru birtir á þessu svæði.
  • Skjöl: Hægt er að skoða skjöl málsins í vefviðmóti og í möppu á tölvu notenda. (Meira um það hér.)
  • Rannsóknir: birtast í sér svæði.


Hvar fæ ég vinnuskýrslu?

Í hverju máli er hægt að sækja vinnuskýrslu með því að smella á hnappinn "Vinnuskýrsla" efst til hægri í málinu.
Hvar fæ ég greiningu á málinu?

Hægt er að fá tölulega greiningu á málinu með því að smella á hnappinn "Greining á máli" efst til hægri í málinu.


save image