Hvað er mál?

Breytt Thu, 3 Okt, 2019 kl 2:30 PM

Mál er kjarninn í því sem notendur Manor fást við. Þeir fá inn á borð til sín mál sem þeir þurfa að sinna. Þegar þú stofnar mál þá gefur þú því nafn og Manor úthlutar svo númeri á málið. Þú getur einnig valið viðskiptavin, málaflokk, o.fl. forsendur ef það hentar. Þegar málið er orðið til í Manor er hægt að skrá margvíslegar upplýsingar inn í málið svo sem vinnustundir, vörur, akstur eða útlagðan kostnað. Þá er hægt að geyma skjöl við málið, stofna verkefni, skrá atburði o.fl.


Hvernig lítur málið út?

Mál eru mjög myndræn í Manor og þægilegt að fá góða yfirsín yfir það sem hefur gerst í málinu á tímalínu málsins sem er í miðjunni. Hér að neðan má sja dæmigert mál.


save image


Hvað þýða svæðin í málinu?

  • Til vinstri í málinu eru svæði sem sýna:
    • Upplýsingar um mál: Nafn, númer, viðskiptavinur, o.fl.
    • Óreikningsfært: Það sem er útistandandi í málinu.
    • Reikningar: Þeir reikningar sem gefnir hafa verið út í málinu.
    • Tímar: Þeir tímar sem skráðir hafa verið á málið.
    • Akstur: Sá akstur sem skráður hefur verið á málið.
    • Vörur: Þær vörur sem skráðar hafa verið á málið.
    • Kostnaður: Sá kostnaður sem lagður hefur verið út í málinu.

  • Í miðjunni er tímalína sem sýnir öll atriði málsins í tímaröð. Þar er einnig hægt að skrifa færslu með texta sem kemur á tímalínuna sem hentar vel til þess að skrá inn ýmsar upplýsingar um málið. Það er hægt að festa atriði á tímalínu efst á línuna með því að smella á [Festa] hnapp efst í hverju atriði.

  • Til hægri í málinu eru svæði sem sýna:
    • Verkefni: verkefni sem tilheyra málinu eru birt í þar til gerður svæði. Þar sjást aðeins ólokin verkefni.
    • Atburðir: Atburðir sem framundan eru í málinu eru birtir á þessu svæði.
    • Skjöl: Hægt er að skoða skjöl málsins í vefviðmóti og í möppu á tölvu notenda. (Meira um það hér.)
    • Rannsóknir: birtast í sér svæði.


Hvar fæ ég vinnuskýrslu?

Í hverju máli er hægt að sækja vinnuskýrslu með því að smella á hnappinn "Vinnuskýrsla" efst til hægri í málinu.




Hvar fæ ég greiningu á málinu?

Hægt er að fá tölulega greiningu á málinu með því að smella á hnappinn "Greining á máli" efst til hægri í málinu.


save image


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina