Það er gott að hafa upplýsingar um sig réttar svo að það sé gaman og persónulegt að nota Manor. Þú getur með einföldum hætti stillt allt sem tengist þér sem notanda á einum stað.
Fyrsta skrefið er að smella á nafnið þitt efst á skjánum.
Þá sérðu þessa síðu en á henni eru allar þínar upplýsingar.
Notendasnið
Grunnupplýsingar eru skráðar í notendasnið (e. profile). Hér getur þú séð til hvers upplýsingarnar eru nýttar innan Manor. Nauðsynlegt er að skrá inn það sem merkt er með * rauðri stjörnumerkingu.
Nafn*
- Birt alls staðar þar sem þú ert annars vegar í kerfinu svo sem eigandi að tímafærslu, aðili að máli, stofnandi að hinu og þessu, o.fl. Í raun alls staðar þar sem vísa þarf til þín sem notanda.
Kennitala
- Hvergi nýtt í Manor. Sumir notendur sem tengja Manor við launakerfi vilja að notendur skrái kennitölu í Manor svo að upplýsingar til launavinnslu skili sér rétt inn í launakerfi.
Upphafsstafir
- Notað þar sem ekki er pláss til þess að birta nafnið í heild sinni eins og í lista yfir þátttakendur. Einnig nýtt ef þú hefur ekki hlaðið inn prófílmynd. Þá koma upphafsstafir þar sem myndin hefði annars komið.
Netfang*
- Þegar þú tengist Manor þá notar þú það netfang sem skráð er hér. Netfangið er einnig nýtt til þess að senda þér tilkynningar sem eiga að berast til þín innan úr Manor, svo sem tilkynning um að mál sé komið yfir kostnaðaráætlun, þér hafi verið bætt við nýtt mál, o.fl.
Sími
- Þegar þú tengist Manor og þörf er á tveggja þátta auðkenningu þá sendir Manor þér skilaboð í þetta símanúmer. Þá eru einnis send sms skilaboð í númerið ef það eru áríðandi skilaboð til þín innan úr kerfinu.
Tungumál
- Hægt er að velja á milli Íslensku og Ensku. Allt kerfið er að fullu í boði á þeim tungumálum.
Upphafssíða
- Þú getur stjórnað því hvar þú byrjar í Manor eftir innskráningu. Sumir vilja fara beint á verkefnasíðu en aðrir vilja byrja í tímaskráningunni. Þú ræður!
Daglegt markmið
- Það er í boði að setja sér markmið um tímaskráningar per dag. Manor birtir þá markmiðið á Yfirliti þar sem þú getur fylgst með því hvernig gengur að ná markmiðinu. Sum fyrirtæki setja þessi markmið fyrir notendur sína og geta stjórnendur stillt markmiðin undir Kerfisstjórn -> Stillingar.
Aðrar stillingar
Í valmynd til vinstri er hægt að velja ýmsar aðrar stillingar.
- Prófílmynd: mynd af þér sem notuð er víða í Manor þar sem þú birtist sem notandi. Alltaf hægt að eyða mynd eða skipta um síðar.
- Tengingar: Tengingar við önnur kerfi sem þú getur virkjað og slökkt á eins og þér hentar.
- Dagsetning og tími: Stillingar um sniðmát tíma, tímabelti o.fl.
- Lykilorð: Hér getur þú breytt lykilorðinu.
- Tæki: Hér getur þú slökkt á virkum aðgöngum í öðrum tækjum, svo sem á síma eða spjaldtölvu.