Manor sækir dagskrá allra dómstóla með sjálfvirkum hætti og birtir á yfirliti þeirra notenda í Manor sem hafa virkjað vakt á dagskrá dómstólar. Að virkja vaktina er mjög einfalt. Þú ferð í nafnið þitt efst í Manor og smellir svo á Tengingar í vinstri valmyndinni.


 

Þá birtist gluggi sem gefur þér kosti á að stilla vaktina. Hér þarf tvennt að vera rétt skráð. Nauðsynlegt er að srá það sem er * merkt með rauðri stjörnu.Nafn

  • Hæstiréttur birtir dagskrá sína byggt á nafni lögmanns. Nafnið sem skráð er í hér þarf að vera nákvæmlega eins stafsett og það er gert í kerfum Hæstaréttar. 

Kennitala

  • Héraðsdómstólarnir birta dagskrá sína byggt á kennitölu lögmanns. Því þarf að skrá rétta kennitölu. Kennitalan er skráð með bandstriki.


Þegar búið er að Vista þessar upplýsingar er vaktin orðin virk og atburðir verða nú sóttir sjálfvirkt.Hvar birtast atburðirnir mínir?


Atburðirnir fara í atburðadaga þitt í Manor. Til að sjá það þá ferðu í Atburðir í vinstri valmynd. Þá birtist yfirlit yfir núverandi mánuð og þá atburði sem framundan eru. Hér má sjá einn atburð framundan hjá dómstólunum sem tengjast viðkomandi notanda.Atburðir birtast einnig á Yfirlitinu, sem birtist fyrst eftir innskráningu hjá flestum, í hægri dálki. Atburðir í dag og á morgun eru merktir sérstaklega.Get ég fengið atburði mína hjá dómstólum inn í Outlook eða Google Calendar?


Já minnsta mál. Þú ferð þá í nafnið þitt efst í Manor og velur þar Tengingar. Um leið og þú hefur virkjað Outlook tengingu eða Google tengingu munu atburðir streyma yfir á milli dagatalannan þinna í Manor og Outlook/Google.