Þeir notendur sem þú hefur veitt aðgang að þjónustuvefnum geta séð öll mál sem tilheyra þeim viðskiptavini sem þú valdir. Þú getur veitt notendum aðgang að einum eða fleiri viðskiptavinum.Hér er notandi sem hefur aðgang að Samrunafélaginu. Þegar hann fer á þjónustuvefinn sér hann öll mál þess viðskiptavinar.
Þegar notandinn opnar eitthvert þeirra mála á þjónustuvefnum sér hann það sem skráð hefur verið á málið.
Það sem notandinn sér eingöngu eftirfarandi:

  • Einfaldar útgáfur af tímafærslum, getur ekki opnað þær né breytt þeim eða séð innri athugasemdir.
  • Atburði sem skráðir eru á málið.
  • Verkefni sem skráð eru á málið.
  • Rannsóknir sem skráðar eru á málið.
  • Skjöl sem sett voru í möppuna service-portal á skjalasvæði.


Ekki er hægt að stýra því sem sést á þjónustuvef með nákvæmari hætti.