Aðgangsstýringar eru mjög einfaldar og byggja á þeirri nálgun að hver notandi getur haft eitt að fleiri hlutverk. Hlutverkin tilgreina svo réttindi notandans, þ.e.a.s. hvað hann má og má ekki gera innan kerfisins. Hlutverk eru stillt með því að fara í Kerfisstjórn -> Hlutverk.


Nýstofnaðir notendur fá sjálfvirkt hlutverkið notandi. Það er einfalt hlutverk sem gerir notandanum kleift að skrá færslur á þau mál þar sem hann er þátttakandi. Hægt er að fjölga hlutverkum á notanda hvenær sem er.


Innbyggð hlutverk

Þrjú hlutverk eru innbyggð og ekki hægt að breyta:


  • Notandi
    Notandi getur unnið í málum þar sem hann er skráður þátttakandi.

  • Stjórnandi
    Stjórnandi getur unnið i öllum málum, unnið með taxta, gefið út reikninga og séð skýrslur um reksturinn.

  • Kerfisstjóri
    Getur breytt aðgangsheimildum annarra notenda.Sérsniðin hlutverk


Hægt er að búa til sín eigin hlutverk sem endurspegla tilteknar þarfir við aðgangsstýringar. Til þess að búa til sérsniðið hlutverk er farið í Kerfisstjórn -> Hlutverk. Þar er smellt á bláa hnappinn Stofna nýtt hlutverk.Þá kemur upp gluggi þar sem þú getur valið nákvæmlega hvað réttindi hið nýja hlutverk á að veita.Þú velur þau réttindi sem þú vilt og smellir svo á Vista hlutverk.


Að skrá hlutverk á notanda


Til þess að hlutverkið hafi áhrif á aðgang eins eða fleiri notenda þarf að skrá hlutverkið á þá. Það er einfalt. Þá er farið í Kerfisstjórn -> Notendur. Smellt á tiltekinn notanda og hakað þar við hið nýja hlutverk og svo smellt á Vista aðgang. Þá er notandinn kominn með það hlutverk til viðbótar við önnur hlutverk sín og þar með þau réttindi sem hlutverkið tilgreindi.