Einfalt er að sækja vinnuskýrslur í Manor. Þá er farið í Mál og þar í málið sem um ræðir. Þá birtist málið á skjánum.


save image


Í hægra horni efst í máli er hnappurinn Vinnuskýrsla og ef smellt er á hann birtist viðmót til þess að kalla fram skýrsluna.



save image


Möguleikarnir er þessir:

  • Kaflar
    • Hakað er við þá kafla sem eiga að birtast á vinnuskýrslu málsins.
  • Möguleikar
    • Sýna færslur án tíma til greiðslu: Þær færslur sem eru með tíma til greiðslu jafnt og núll.
    • Sýna verð: Hægt er að stýra því hvort verð sjáist í vinnuskýrslu eða bara magntölur.
  • Staða
    • Óreikningsfært: Þær færslur sem ekki er búið að reikningsfæra.
    • Reikningsfært: Þær færslur sem búið er að reikningsfæra.
  • Tímabil
    • Hægt er að velja hvaða tímabil sem er. Fjöldi tímabila er sjálfgefinn í valmyndinni sem birtist þegar smellt er á reitinn.


Hægt er að haka við möguleika eins og hentar.


Þegar búið er að haka við það sem við, og velja tímabil, þá er smellt á Skoða skýrslu. Þá birtist skýrslan í sama glugga neðar á skjánum.


save image


Ef þú vilt breyta einhverjum forsendum er valmöguleikum eða tímabili breytt að ofan og smellt aftur á hnappinn Skoða skýrslu.


Þegar skýrslan er tilbúinn má sækja pdf með því að smella á hnappinn Sækja skýrslu. Þá birtist pdf skjalið til útprentunar.


save image


Athugið að vinnuskýrslur hafa engin áhrif á reikningsfærslu eða önnur atriði í málinu. Skýrslan er aðeins samantekt af því sem skráð var. Til þess að breyta því sem sést á vinnuskýrslu þarf að breyta færslunum sjálfum.