Ekkert mál er að eyða máli eða verki í Manor. Þá ferðu í málið/verkið og smellir á Aðgerðir efst til hægri. Þar undir er möguleikinn Loka.
Áður en máli/verki er lokað er gott að átta sig á áhrifum þess.
- Málið/verkið lokast fyrir öllum þátttakendum þess.
- Ekki verður hægt að skrá færslur á málið/verkið svo sem tíma, akstur, vörur eða kostnað.
- Aðeins ábyrgðarmaður málsins/verksins getur opnað það á ný.
- Möppur í skjalahýsingu Box drive fara út hjá öllum en birtast á ný verði málið/verkið opnað á ný.
- Engum gögnum er eytt.
- Óreikningsfærðar færslur halda áfram að birtast í lista yfir útistandandi tekjur.
- Engar tekjur tapast af því að loka máli/verki.
- Það er alltaf hægt að opna mál/verk aftur.
Ef þú vilt loka málinu smellir þú á Loka máli. Þá kemur upp staðfestingargluggi.
Þegar búið er að loka málinu/verkinu sjá notendur þess það svona og aðeins ábyrgðarmaður getur opnað það á nýjan leik.
Að sjá lista yfir lokuð mál eða verk
Í öllum málalistum er hægt að velja síu sem birtir opin eða lokuð mál.
Hvernig er mál eða verk opnað aftur?
Ef þú ferð á lokað mál/verk blasir við að það sé lokað. Til þess að opna það aftur er farið í Aðgerðir efst til hægri og þar valið Opna. Aðeins ábyrgðarmaður málsins/verksins getur opnað það á ný.
Áhrif þess að opna mál/verk aftur eru þessi.
- Þátttakendur geta séð það á ný.
- Mappa með skjölum málsins/verksins birtist á ný hjá þátttakendum.