Einfalt er að sækja vinnuskýrslur í Manor fyrir viðskiptavini. Þá er farið í Viðskiptavinir og tiltekinn viðskiptavinur valinn. Þá hann á skjánum.
Í hægra horni efst í máli er hnappurinn Vinnuskýrsla og ef smellt er á hann birtist viðmót til þess að kalla fram skýrsluna.
Möguleikarnir er þessir:
- Kaflar
- Hakað er við þá kafla sem eiga að birtast á vinnuskýrslu málsins.
- Möguleikar
- Sýna færslur án tíma til greiðslu: Þær færslur sem eru með tíma til greiðslu jafnt og núll.
- Sýna verð: Hægt er að stýra því hvort verð sjáist í vinnuskýrslu eða bara magntölur.
- Staða
- Óreikningsfært: Þær færslur sem ekki er búið að reikningsfæra.
- Reikningsfært: Þær færslur sem búið er að reikningsfæra.
- Tímabil
- Hægt er að velja hvaða tímabil sem er. Fjöldi tímabila er sjálfgefinn í valmyndinni sem birtist þegar smellt er á reitinn.
- Mál
- Hér getur þú valið öll mál og fengið skýrslu yfir öll mál viðskiptavinarins í einni skýrslu eða þrengt niður á tiltekið mál.
Hægt er að haka við möguleika eins og hentar.
Þegar búið er að haka við það sem við, og velja tímabil, þá er smellt á Skoða skýrslu. Þá birtist skýrslan í sama glugga neðar á skjánum.
Ef þú vilt breyta einhverjum forsendum er valmöguleikum eða tímabili breytt að ofan og smellt aftur á hnappinn Skoða skýrslu.
Þegar skýrslan er tilbúinn má sækja pdf með því að smella á hnappinn Sækja skýrslu. Þá birtist pdf skjalið til útprentunar.
Athugið að vinnuskýrslur hafa engin áhrif á reikningsfærslu eða önnur atriði í málinu. Skýrslan er aðeins samantekt af því sem skráð var. Til þess að breyta því sem sést á vinnuskýrslu þarf að breyta færslunum sjálfum.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina