Ef nota á Manor ásamt fjárhagkerfi á borð við DK eða Reglu þá þarf að skrá inn vörunúmer í Manor. Notendur gera þá forskrift að reikningum í Manor sem síðan stofnast í reikningakerfum DK eða Reglu. Í Manor eru annars vegar skráð almenn vörunúmer sem þá gilda um alla vinnu eða allar vörur osfrv og svo hins vegar sértæk vörunúmer sem hægt er að stilla inn fyrir tiltekna taxa.


Algengast er að nota eingöngu almenn vörunúmer.


Almenn vörunúmer

Farið er í Manor og svo í Stjórnun -> Verð -> Stillingar
Þá birtist gluggi þar sem hægt er að skrá vörunúmerin.Þegar búið er að skrá þessi númer er hægt að gera sölureikninga. Sérstök vörunúmer á hvern taxta eða starfsmann


Stundum hentar að ákveðnir taxtar hafi sitt eigið vörunúmer. Í þeim tilvikum er farið í STjórnun -> Verð -> Taxtar og svo smellt á þann taxta sem stilla á vörunúmer fyrir.
Þar er smellt á þá línu sem á að skrá sérstakt vörunúmer fyrir.
ATH: Ekki allir hafa réttindi til þess að sjá stjórnunarsvæði. Ef þú sérð ekki það svæði hafðu þá samband við kerfisstjórann í þínu fyrirtæki eða beint við Manor, eftir því hvaða skipulag er á kerfisstjórnarmálum.Uppsetning vörunúmera er oftast gerð í byrjun notkunar og breytist lítið eftir það. Þeir sem nota vörunúmer per línu þurfa að uppfæra númerin þegar þeir bæta við starfsmönnum.


Frekari aðstoð: Það er alltaf hægt að fá hjálp við að setja upp vörunúmer í þjónustuveri Manor í síma 546-8000.


Að vinna vörunúmerin í bókhaldskerfinu


Flest bókhaldskerfi eru með vöruskrá eða birgðaskrá sem inniheldur númerin sem nefnd eru vörunúmer. Misjafnt er á milli kerfa hvert er farið til þess að finna þessi númer en í flestum tilvikum er það einfalt.