Það er auðvelt að stofna atburði í Manor. Atburður er eitthvað sem á sér tímasetningu eins og fundur. Til þess að stofna atburð smellir þú á bláa Stofna hnappinn og velur þar atburður.




Þá kemur upp á skjáinn gluggi til að skrá frekari upplýsingar um atburð.



Aðeins er nauðsynlegt að skrá inn í reiti sem eru merktir með * rauðri stjörnu.


Nafn

  • Nauðsynlegt er að gefa atburði nafn.

Mál

  • Þú getur hengt atburðinn á mál en það er þó ekki nauðsynlegt. Ef þú gerir það þá geta aðrir þátttakendur í málinu séð atburðinn og allir sjá gott yfirlit yfir það sem hefur gerst í málinu.


Byrjar

  • Upphafstími atburðar í tíma og dagsetningu. 


Endar 

  • Lokatími atburðar í tíma og dagsetningu.



Fyrri áminning

  • Áminning sem þú færð inni í Manor. Ef þú ert hins vegar ekki við tölvu og sérð ekki áminninguna þá munum við senda þér tölvupóst og sms fimm mínútum síðar. Það er því gott að hafa netfang og farsíma rétt skráðan í þínum upplýsingum.


Seinni áminnig 

  • Eins og fyrri áminning en gerir mögulegt að fá aðra áminningu á öðrum tíma.



Staður

  • Staðsetning atburðarins er gagnleg til dæmis þegar um fundi er að ræða.


Lýsing 

  • Lýsing atburðarins kemur sér vel svo að einfaldara sé að átta sig á honum síðar eða ef aðrir sjá hann innan máls.


Þegar þú ert svo klár með skráningu á atburðinum þarf aðeins að smella á Vista atburð.