Manor styður samræmda innskráningu (e. Single Sign-On) með SAML 2.0. Tengingin virkar þannig að notendur sem reyna að skrá sig inn með netfangi á tilteknu léni eru ekki beðnir um lykilorð, heldur er fyrirspurn send á auðkenningarþjónustu (e. Identity Provider).


Til að koma þessari tengingu á þarf kerfisstjóri á vegum viðskiptavinar að setja hana upp í viðkomandi auðkenningarþjónustu. Leiðbeiningar hér að neðan eru ætlaðar þeim kerfisstjóra.


Uppsetning


1. Skrá lén í samræmda innskráningu í Manor


Uppsetningarferlið hefst á að kerfisstjóri Manor virkjar tenginguna fyrir tiltekið lén og sendir XML skjal með stillingum á kerfisstjóra viðskiptavinar.


2. Uppsetning auðkenningarþjónustu


Í skjalinu frá Manor eru allar vefslóðir og stillingar sem auðkenningarþjónustan þarf til að virkja tenginguna. 


Þetta er gert á mismunandi hátt í ólíkum auðkenningarþjónustum, en hér eru leiðbeningar fyrir Microsoft Azure Active Directory:


  1. Skrá sig inn í Microsoft Azure Portal
  2. Velja Azure Active Directory í aðalvalmynd
  3. Velja Enterprise applications í valmynd í vinstri kanti
  4. Smella á hnappinn "+ New application"
  5. Smella á hnappinn "+ Create your own application"
  6. Gefa tengingunni nafn, t.d. "Manor"
  7. Hafa hakað við "Integrate any other application you don't find in the gallery (Non-gallery)"
  8. Smella á Create. Síða um tenginguna opnast.
  9. Velja "Single sign-on" í valmynd í vinstri kanti
  10. Velja "SAML"
  11. Smella á "Upload metadata file" efst
  12. Hlaða inn XML skjalinu frá Manor.
  13. Fletta niður í kaflann "SAML Certificates" og sækja skjalið "Federation Metadata XML".


XML skjalið þarf að senda til kerfisstjóra Manor. Í því eru vefslóðir og undirritunarvottorð sem Manor notar til að sannreyna auðkenningu notenda.


3. Uppsetning Manor


Kerfisstjóri Manor notar síðara XML skjalið til að ljúka uppsetningunni. Eftir það má prófa tenginguna með því að skrá sig inn í Manor með netfangi á viðkomandi léni. Notandinn er ekki krafinn um Manor lykilorð.