Þægilegt er að greina rekstur fyrirtækisins með skýrslum í Manor. Skýrslur eru tvenns konar. Myndrænar skýrslur og gagnaskýrslur. Gagnaskýrslur eru mjög góðar til þess að nálgast gögn til frekari vinnslu eða þegar þarf að finna ákveðnar færslur eða annað þvert á mál, notendur o.fl. Til þess að nálgast gagnaskýrslur er farið í Skýrslur í vinstri valmynd og þar í Gagnaskýrslur.
Þá er hægt að velja ýmsar skýrslur. Veljum þar t.d. Tímar til þess að sjá allar tímafærslur hjá fyrirtækinu.
Hér má svo þrengja listann yfir tíma með margvíslegum hætti svo sem eftir:
- Greiðendum
- Málum
- Ábyrgðarmönnum
- Notendum
- Reikningsfært / óreikningsfært
- Ákveðin tímabil
Svo er alltaf hægt að taka töfluna, eins og hún er á hverjum tíma, út í excel formi með því að smella á hnappinn lengst til hægri.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina