Það er mjög einfalt að lesa inn vörufærslur í Manor. Þetta kemur sér vel ef uppruni færslna er í öðrum kerfum og þörf er á koma þeim yfir í Manor. Ferlið er mjög einfalt og fer þannig fram að þú sækir sýnishorn af Excel skrá í Manor, fyllir hana af gögnum og hleður henni svo inn í Manor.


Tökum dæmi um vörufærslur sem þú vilt rukka um hver mánaðarmót í hinum ýmsu málum. Þá er einfalt að sækja færslurnar í annað kerfi, eða útbúa gögnin í excel, og svo má lesa þau inn í Manor svo þau skili sér inn í málin sem vörufærsla.


Til þess að lesa inn færslur þá þarf að fara í Stjórnun -> Innlestrar 


Þar er svo smellt á Lesa inn og valið hvað eigi að lesa inn.



Þá kemur upp gluggi sem útskýrir ferlið. Tilgreinir reitina í excel skjalinu ofl.


Hérna smellir þú á Sækja sýnishorn og færð þá excel skjal sem svo má hlaða inn aftur þegar búið er að setja gögnin í skjalið.



Excel skjalið er einfalt.



Við hverja færslu má skrá upplýsingar sem skila sér inn í Manor.


  • User ID Sá notandi í Manor sem skráður verður fyrir vörunni.
  • Matter ID Mál eða verk í Manor sem varan verður skráð á.
  • Description Lýsing vörunnar.
  • Quantity Magn sem skráð verður.
  • Billable quantity Magn sem rukkað verður. Ef sleppt þá er það jafnt magni.
  • Rate ID Það verð úr veðrskrá í Manor sem notað verður
  • Custom Price Ef nota á verð sem er ekki í verðskrá má setja sérverð á þessa tilteknu v0ru.
  • Date Dagsetning færslunnar sem skilar sér inn í Manor.


Mjög einfalt er að finna þau gögn sem þarf innan úr Manor því sérstakar síður (sheets) eru í skjalinu með þeim gögnum.



Þá er bara að skrá gögnin. Setjum hér eina færslu sem dæmi.



Hlöðum þessari skrá svo inn í Manor hér:



Ef einhverjar villur eru í skjalinu mun Manor láta þig vita en ef allt er í góðu þá fer innlesturinn í gegn og eru gögnin þá komin inn í Manor.



Þá er hægt að skoða innlesturinn með því að smella á Skoða innflutt gögn og jafnvel hægt að hætta við innlesturinn með því að smella á afturkalla hnappinn.



Nú eru vörufærslurnar komnar inn og hægt að nota þær innan Manor í hvað sem er - til dæmis inn á næsta reikning í því máli eða verki.


Gæti ekki verið einfaldara!