Að gefa út reikning í Manor er einfalt. Hægt er að velja tengingu við ýmis bókhaldskerfi. Hér er farið yfir útgáfu reiknings með tengingu við Reglu bókhaldskerfi. Viðmótið er sett upp með það fyrir augum að reikningagerð sé eins einföld og hægt sé að hugsa sér. Til þess að gefa út reikning ferðu í "Reikningar" í vinstri valmyndinni. Þá kemur upp liti yfir reikninga sem hafa þegar verið gefnir út. Til þess að gefa út nýjan er smellt á "Gefa út reikning" hnappinn efst til hægri.


ATH: Áður en lengra er haldið þarf að setja inn stillingar í Manor vegna Reglu.


save image


Eftir að smellt er á hnappinn kemur upp viðmót til þess að velja hvaða mál þú ætlar að gefa út reikning vegna. Efst sérðu hversu mikið er útistandandi alls, svo koma leitarmöguleikar og síur, og svo koma málin sem hafa einhverja óreikningsfærða stöðu í lista.


save image


Ágætt er að átta sig vel á leitarmöguleikum og síum í þessu viðmóti.


save image


  • Hraðsía: Hér er hægt að skrifa leitarorð í leittarreitinn ef málin eru mörg og þú ert að leita að tilteknu máli.
  • Viðskiptavinasía: Hér er hægt að velja tiltekinn viðskiptavin.
  • Ábyrgðarmannasía: Hægt er að sjá mál hjá tilteknum ábyrgðarmönnu.
  • Opin/lokuð sía: Hægt er að sjá aðeins opin mál, lokuð mál, eða bæði.
  • Tímabilsveljari: Aftast er svo hægt að velja tímabil og þá sést aðeins það sem er óreikningsfært á því tímabili.


Einfalt er að blanda síunum saman til þess að fá tiltekna niðurstöðu.


Þá er komið að því að skulda út. Þá er mál valið úr listanum.


save image


Þá kemur upp viðmót með málinu sjálfu og þar má velja þau atriði sem á að reikningsfæra.


save image


Hér skal velja dagsetningu reiknings, haka svo við þær línur sem á að útskulda og smella á "Vista reikning".


ATH: Hér er einnig hakað við "Stofna þennan reikning í Reglu" sem er sjálfgefið. Ef þú vilt ekki að reikningurinn verði til í Reglu þá þarf að taka hakið af.


Aðrir möguleikar eru þessir:


  • Ef þú vilt breyta færslu: Smelltu á færsluna sjálfa og hún opnast í öðrum glugga. Þar geturðu breytt texta, magni, o.s.frv.

  • Ef þú vilt færa færslu yfir á annað mál: Þá hakarðu eingöngu við þá færslu, eina eða fleiri, og smellir á hnapinn "Flytja valdar línur".

  • Ef þú vilt breyta kjörum málsins: Þá smellirðu á hnapinn "Kjör" efst til hægri. Þá opnast annar gluggi þar sem þú getur tilgreint kjör málsins.

  • Ef þú vilt bæta við fleiri tímum, akstri, vörum, kostnaði: Smelltu þá á goggin til hægri í hnappnum "Skrá tíma".

  • Ef þú vilt skrifa athugasemd á reikninginn: Skráðu þá upplýsingar í reitinn "Athugasemd" og þær birtast á reikningi.


Þegar búið er að vista reikning eru öll atriðin sem voru valin merkt sem reikningsfærð í Manor og ekki hægt að breyta þeim hér eftir (nema eyða reikningi).


Þegar búið er að vista birtist þetta viðmót sem sýnir reikninginn tilbúinn.


save image


Hér er reikningurinn orðinn til í Reglu og þú getur sótt vinnuskýrslu og reikning með því að smella á bláu hnappana í viðmótinu.


Bakfæra reikning

Hægt er að bakfæra reikning í Manor sem hefur þau áhrif að kredit reikningur er búinn til í Reglu. Þá er farið í reikninginn í Manor og smellt á hnappinn [Kreditfæra]


save image


Reikningi eytt


Þegar reikningi er eytt í Manor eru öll atriði reikningsins merkt sem "óútskulduð" og verður því hægt að skulda þau út að nýju. 


ATH: Að eyða reikningi er ekki það sama og að bakfæra. Ef reikningi er eytt í Manor hefur það engin áhrif á Reglu.


save image