Það er einfalt að skrá erlenda viðskiptavini í Manor og er í sjálfu sér eins og að stofna innlendan viðskiptavin. Það sem er öðruvísi með erlenda viðskiptavini er að þeir eru sjaldnast með íslenska kennitölu. Það er í góðu lagi og hægt að gefa viðskiptavini hvaða kennitölu sem er.
Þó að Manor gefi rauð skilaboð sem segja Ógild kennitala þá er engu að síður hægt að skrá hana á viðskiptavininn. Að hún sé ógild merkir eingöngu að hún standist ekki svonefnt vartölupróf sem notað er til þess að hindra villur við skráningu á íslenskum kennitölum.
Mikilvægt er að velja þó sama númer og notað er í sölukerfi eða fjárhagskerfi fyrir þennan sama erlenda viðskiptavin. EF hann er til dæmis skráður í bókhaldskerfið með kennitöluna 000023 þá þarf hann að fá sömu kennitöluna í Manor. Það tryggir að þegar reikningar eru gerður í Manor og sendir yfir í bókhaldskerfið að þeir bókist rétt.
Hér má einnig velja viðeigandi gjaldmiðil fyrir viðskiptavininn og velja honum erlent heimilisfang.
Að gefa út reikning á erlendan viðskiptavin
Bókhaldskerfi skrá viðskiptavini nær alltaf með kennitölu og nota hana til þess að gefa út sölureikninga. Þegar viðskiptavinur er erlendur er notast við önnur númer. Bókhaldskerfin nálgast þetta misjafnt.
- DK: Hvaða númer sem er svo sem: 0001. eða 99001.
- Regla: Númer í sömu lengd og kennitala og verður að hefjast á 99. Til dæmis: 990000-0001
Svo lengi sem kennitala (eða númer) er það sama í Manor og bókhaldskerfinu þá mun það virka vel að gefa út reikninga á viðkomandi.
Að velja réttan gjaldmiðil fyrir viðskiptavininn
Aðeins er hægt að velja eina mynt fyrir viðskiptavin í Manor. Öll hans mál eru þá í þeirri mynt og útgáfa reikninga á hann fer fram í þeirri mynt. Mynt er valin þegar viðskiptavinur er stofnaður en ef þú vilt breyta mynt þá er það lítið mál. Þú ferð í Viðskiptavinir og velur viðskiptavininn. Þar er smellt á hnappinn Breyta viðskiptavini og þá birtist viðmót þar sem hægt er að velja mynt.
Að skrá kjör í erlendri mynt
Að skrá kjör á viðskiptavin eða mál er eins hver sem myntin er á viðskiptavininum.
Hér eru leiðbeiningar um að skrá kjör.
Að stilla tungumál máls
Hægt er að velja tungumál á mál í Manor með því að fara í málið og velja Breyta máli. Þar er valmöguleiki um að velja á milli ensku og íslensku. Það þýðir að vinnuskýrslur málsins og reikningar verða á ensku.
Það segir sig sjálft, en lýsingar á tímafærslum verða að vera á ensku ef vinnuskýrslan á öll að vera á ensku. Manor breytir aðeins umgjörð skýrslunnar yfir á ensku.