Það er mjög einfalt að bæta við notendum í Manor. Þú ferð einfaldlega í Kerfisstjórn og svo Notendur í valmyndinni til vinstri í Manor. Þar kemur upp listi yfir núverandi notendur. Til þess að bæta við nýjum smellir þú á hnappinn Nýr notandi.Þá opnast gluggi til þess að skrá nýjan notanda.
Hér þarf að fylla út þá reiti sem nauðsynlegir eru en þeir eru merktir með * rauðri stjörnu.


Nafn

  • Nafn er notað til þess að auðkenna notanda víða innan Manor. Allar aðgerðir notenda eru skráðar undir nafni þeirra. Notandi ræður sjálfur hvaða nafn hann skráir.


Upphafsstafir

  • Sjálfgefnir upphafsstafir eru afleiðing af því nafni sem skráð var. Þannig væri Kristín M. Björnsdóttir með KMB. Hins vegar er lítið mál að skrá upphafsstafi sérstaklega ef notast er við aðra stafi.


Deild

  • Í þeim tilvikum sem fyrirtækið hefur sett upp deildir þá er hægt að skrá notanda á tiltekna deild. Það hefur áhrif víða í kerfinu, svo sem við val á töxtum, í ýmsum greiningarskýrslum o.fl.


Netfang

  • Netfang er notað við innskráningu notandans og í ýmsum tilkynningum sem Manor sendir honum er varða notkun á kerfinu, til dæmis ef mál fer yfir kostnaðaráætlun fær ábyrgðarmaður tilkynningu í tölvupóst.


Tungumál

  • Notandi getur valið á milli íslensku og ensku. Manor er í heild sinni á tveimur tungumálum og einfalt að skipta á milli.


Sími

  • Símanúmer notanda er notað við innskráningu. Manor gerir kröfu um tveggja þátta innskráningu sem felur í sér að notandi gefur fyrst upp netfang og lykilorð og þá sendir Manor textaskilaboð á notandann með einnota kóða sem notandinn skráir inn og staðfestir þannig að hann sé með rétt netfang og lykilorð (þáttur 1) og að hann hafi síma notandans undir höndum (þáttur 2).


Daglegt markmið

  • Hver notandi getur sjálfur sett sér markmið um hversu marga tíma hann ætlar að skrá á hverjum virkum degi. Þeir sem stjórna notendum geta stýrt þessu markiði og skráð það hér ef vill.


Hlutverk

  • Hver notandi getur haft mörg hlutverk sem stjórna aðgangsheimildum hans innan kerfisins. Þrjú hlutverk eru sjálfgefin en auk þeirra er hægt að búa til sérhæfðari hlutverk. Sjá nánar leiðbeiningar um hlutverk.


Þegar þú bætir við nýjum notanda þá gerist tvennt:

  1. Notandinn fær tölvupóst sem býður hann velkominn í Manor.

  2. Áskrift er stofnuð og notandinn kemur fram á næsta reikningi.