Það er mjög einfalt að stofna mál í Manor. Fyrst finnur þú bláa hnappinn efst til hægri sem heitir Stofna. Þar velur þú Mál.
Þú smellir á hann og þá birtist gluggi þar sem þú þarft að slá inn frekari upplýsingar. Þú þarft einungis að gefa málinu nafn til þessa að geta stofnað málið. Þú getur valið viðskiptavin ef það hentar eða smellt á Stofna viðskiptavin ef hann er ekki þegar skráður.
Þú getur svo kallað fram ítarlegri forsendur máls með því að smella á Nánari forsendur máls og þá lengist glugginn og nýir möguleikar koma í ljós.
Aðeins er nauðsynlegt að fylla þá reiti sem eru merktir með * rauðri stjörnumerkingu.
Hægt er að velja ýmislegt varðandi forsendur máls.
Nafn máls
- Þú getur gefið málinu hvaða nafn sem er. Mörg mál geta haft sama nafn. Það er alltaf hægt að breyta nafni máls síðar.
Viðskiptavinur
- Hægt er að velja viðskiptavin eða stofna nýjan strax með því að smella á hnappinn Stofna viðskiptavin.
Tengiliðir
- Hægt er að að skrá einn eða fleiri tengiliði á mál. Einn tengiliður getur verið á mörgum málum.
Málaflokkar
- Hægt er að flokka mál með málaflokkum. Málaflokkum er stýrt undir Kerfisstjórn -> Málaflokkar.
Kostnaðaráætlun
- Hægt er að setja kostnaðaráætlun á mál. Þá lætur Manor ábyrgðarmann vita þegar heildarstaða málsins (samtala óútskuldaðra færslna) fer yfir áætlun. Ábyrgðarmaður fær þá tilkynningu. Þeir sem skrá tíma á málið fá jafnframt viðvörun um að málið sé komið yfir áætlun, en geta samt sem áður skráð tíma.
Innheimta virðisaukaskatt
- Mál geta verið með eða án virðisaukaskatts. Sú stilling ræður því hvort vsk sé lagður á við útskuldun málsins. Meira um virðisaukaskatt hér.
Tungumál
- Hægt er að velja tungumál fyrir málið. Það hefur þau áhrif að vinnuskýrslan kemur út á því tungumáli sem valið er. Tungumálið hefur engin önnur áhrif.
Reikningagerð
- Reikninagerð er virk: Þá kemur málið fram í yfirliti yfir óútskulduð mál og gert ráð fyrir að það eigi að rukka málið.
- Hlé á reikningagerð: Þá kemur málið ekki fram í yfirliti yfir óútskulduð mál fyrr en reikninagerð er stillt á virk á ný.
- Innanhúsmál: Þá kemur málið aldrei til útskuldunar og er eingöngu notað til þess að halda utan um tímaskráningar innanhúss, svo sem fjarvistir, veikindi, orlof, o.fl.
Sniðmát
- Hægt er að velja sniðmát fyrir málið sem er mjög snjallt að gera ef unnið er með mörg mál þar sem nauðsynlegt er að skrá sömu gögnin um öll málin. Hægt er að kynna sér sniðmát hér. Sniðmátum er stýrt undir Kerfisstjórn -> Sniðmát.
Þátttakendur
- Ábyrgðarmaður: Hvert mál verður að hafa skilgreindan ábyrgðarmann. Sá verður einnig að vera þátttakandi í málinu. Ábyrgðarmaður getur gefið út reikninga og haft ákveðin réttindi umfram aðra þátttakendur.
- Þátttakandi: Almennur þátttakandi í málinu. Getur séð gögn málsins en hvað hann sér fer eftir þeim hlutverkum sem skráð hafa verið á hann sem notanda.
Aðgangur hvers þátttakanda
- Fullur aðgangur: Sér allar færslur í málinu.
- Takmarkaður aðgangur: Sér aðeins eigin færslur í málinu.
ATH: Hvort viðkomandi geti séð upplýsingar um verð, útistandandi stöðu, o.fl. fer eftir því hvort hann hafi til þess réttindi sem skilgreind eru í hlutverkum sem tengjast viðkomandi í Kerfisstjórn -> hlutverk og svo Kerfisstjórn -> Notendur.
Nýtt mál komið á skjáinn
Hvort sem þú gafst málinu eingöngu nafn eða skráðir nánari upplýsingar þá mun það birtast á skjánum þegar þú smellir á Vista mál.