Þjónustuvefur Manor er fyrir þína viðskiptavini og er því á allan hátt settur fram í nafni þíns fyrirtækis. Þessi nálgun er afar vinsæl og gefur þér tækifæri til þess að bjóða þínum viðskiptavinum mikla þjónustu í eigin nafni. Þjónustuvefurinn er þannig með nafni þíns fyrirtækis, merki fyrirtækisins og á vefslóð fyrirtækisins. Þinn viðskiptavinur sér því hvergi orðið Manor.


Nafn og merki

Til þess að skrá nafn og merki fyrirtækisins er farið í Kerfisstjórn -> Stillingar en er svæði sem nefnist Upplýsingar um fyrirtækið. Nafnið birtist þínum viðskiptavinum á innskráningarsíðu í þjónustuvefinn, símanúmer, aðsetur o.fl. birtist neðst á þjónustuvefnum þegar notendur hafa skráð sig inn. Merkið birtist þínum viðskiptavinum á innskráningarsíðu í þjónustuvefinn og efst í vinstra horni á meðan notendur eru skráðir inn.