Það er einfalt að stofna verkefni í Manor. Verkefni er atriði sem þarf að klára. Það er þrjár leiðir til þess að stofna verkefni allt eftir því hvað hentar þér best.


1. Að stofna verkefni hvar sem er

Efst til hægri í Manor er hnappur til þess að stofna fjölda hluta. Ef þú smellir á hann sérðu valmöguleikann "Stofna verkefni". Þessi hnappur er alltaf sýnilegur hvar sem er og því hægt að stofna verkefni hvar sem þú ert í kerfinu.


save image


2. Að stofna verkefni í verkefnalista

Þegar farið er í "Verkefni" í vinstri valmynd má sjá lista yfir öll verkefni og hægt að þrengja listann með ýmsum síum. Fyrir ofan listann til hægri er hnappurinn "Stofna verkefni" og þar má bæta við verkefni hvenær sem er.


save image


3. Að stofna verkefni inni í máli

Ef það eru nú þegar verkefni í málinu þá er sér svæði innan málsins fyrir verkefni í hægri kanti. Þar er hægt að smella á hnappinn "Stofna verkefni". Athugið að ef ekkert verkefni hefur verið stofnað í málinu þá sést ekki verkefnasvæðið. Þá þarf að nota leið 1 eða 2 til þess að stofna verkefni.


save image


Að skrá upplýsingar um verkefni

Hvaða leið sem valin var við að stofna verkefni þá skila þær allar sama viðmóti til að skrá sjálft verkefnið.


Hér er fjallað um það sem hægt er að skrá við hvert verkefni.