Það er einfalt að setja kostnaðaráætlun á mál. Þá fá þátttakendur málsins viðvöru ef heildarkostnaður málsins er kominn yfir tiltekin mörk. Kostnaðaráætlun tekur til samtölu allra atriða sem eru óútskulduð í málinu.


Að setja kostnaðaráætlun á mál

Einfalt er að skrá áætlun á mál þegar þau eru stofnuð eða síðar með því að fara í forsendur málsins og skrá þar inn upphæð í reitinn Kostnaðaráætlun.


Þegar búið er að setja áætlun er hún sýnileg í vinstri kanti málsins öllum stundum.



Viðvaranir ef mál fer yfir kostnaðaráætlun

Um leið og skráður er tími, vara, kostnaður eða annað sem hleypir heildarstöðu málsins yfir kostnaðaráætlun þá lætur Manor vita með áberandi hætti. Það sem gerist er eftirfarandi:


  • Rauðmerkt hjá áætlun
    Svæði fyrir kostnaðaráætlun sýnir með rauðu það sem er komið umfram áætlun.


  • Rauðmerkt efst í máli
    Efst í máli kemur rauð slá sem varar við því að málið sé komið yfir áætlun.

  • Tölvupóstur sendur á ábyrgðarmann
    Ábyrgðarmaður máls fær svo einnig tilkynningu í tölvupósti um að málið hafi farið yfir kostnaðaráætlun.

  • Viðvaranir ef reynt er að skrá á málið
    Ef einhver ætlar að skrá tíma, kostnað, akstur eða annað á mál sem komið er yfir áætlun þá fær hann viðvörun þess efnis við skráninguna.