Til þess að bæta við notendum þarf að hafa samband við þjónustuver Manor. Hver stofa getur svo stjórnað notendum sínum með því að velja Kerfisstjórn og svo Notendur í valmyndinni til vinstri í Manor. Þar er stillingum og hlutverkum notenda stýrt.Hægt er að breyta stillingum notenda með því að smella á nafn hans.

Aðgangsstýringar notenda byggja á hlutverkum og er hægt að velja þau hlutverk sem viðkomandi hefur með því að smella á nafn hans og velja hlutverkin. Skilgreining hlutverka fer hins vegar fram undir Kerfisstjórn og þar Hlutverk.