Nú er komið að því að skrá fyrsta tímann! Ferlið gæti ekki verið einfaldara. Efst til hægri í Manor eru hnappar ti þess að skrá nýja hluti á mál svo sem tíma, vörur, akstur og kostnað. Þessi hnappur er sýnilegur hvar sem er í kerfinu og því afar fljótlegt að skrá tíma með því að smella á hann hvar sem þú ert í Manor.


 • Smellið á skrá tíma hnapp efst til hægri.
 • Veljið skrá tíma.


Þá kemur upp viðmót til þess að skrá tíma.save imageTil hægri í viðmótinu má sjá þann dag sem valinn er og þar má teikna tímafærsluna.


Tímafærsla er teiknuð með því að smella einhvers staðar innan dagsins, draga niður og sleppa. • Nauðsynlegt er að fylla út í reiti merkta með rauðri stjörnu.
  • Nafn máls
  • Dagsetningu
  • Upphafs og lokatíma (kemur sjálfvirkt ef teiknað er)
  • Taxti
 • Hægt er að fjölga eða fækka rukkuðum tímum með því að breyta "lengd til greiðslu".
 • Texti í vinnuskýrslu er frjáls og koma tillögur upp ef þú hefur skráð tíma á málið áður.
 • Mögulegt er að skrá innri athugasemd með því að smella á "+ Innri athugasemd" en hún er aðeins sýnileg aðilum málsins og kemur ekki á vinnuskýrslu.
 • Greiðandi er sá sami og viðskiptavinur nema annað sé valið í reitnum Greiðandi.
 • Hægt er að sjá árangur sinn í tímaskráningum með því að haka við "Sjá árangur í tímaskránignum" neðst í skráningarglugganum.


Þegar allt er klárt er smellt á hnappinn [Vista].


Athugið að einnig er hægt að skrá tíma með grafískum hætti.