Að setja upp verðskrá er mjög auðvelt. Þú ferð á Kerfisstjórn og svo Taxtar. Þar getur þú bætt við mismunandi tegundum af töxtum.Gott er að vita að verðin sem skráð eru hér gilda hjá öllum viðskiptavinum og í öllum málum nema annað sé tekið fram í kjörum viðskiptavina eða kjörum mála. Sértækasta verðið er alltaf það sem gildir.Manor styður þrjár tegundir af töxtum:


  1. Vinna er tegund taxta sem gildir um skráðar vinnustundir. Þegar þú skráir tíma á mál getur þú valið einhvern af þeim töxtum sem eru skráðir hér og þeir eru þá notaðir sem tímagjald. Verð tímafærslunnar er þá margfeldi taxtans og tímafjölda.

  2. Akstur er tegund taxta sem gildir um skráðan akstur. Þegar þú skráir akstur á mál getur þú valið einhvern af töxtum sem eru skráðir hér og þeir eru þá notaður sem kílómetragjald. Verð á ferðinni eru þá margfeldi taxtans og kílómetrana sem eknir voru.

  3. Söluvara er tegund taxta sem gildir um atriði sem þú vilt selja í stykkjatali. Þetta gætu verið t.d. "samþykktir félags" sem þú vilt rukka fast verð fyrir óháð tíma sem fór í gerð þeirra. Í þeim tilvikum skráir þú bara 1 stk af vörunni á málið.

Taxti fyrir hvern starfsmann

Við mælum sterklega með því að skrá sérstakan taxta fyrir hvern starfsmann sem hann svo notar við sínar tímaskráningar. Þá er mjög einfalt að stýra verðum á einstaklingum eftir viðskitpavinum og málum. Þetta hjálpar líka til við að greina tekjur og skiptingu þeirra síðar.


Til þess að skrá taxta á starfsmann þá bætir þú við taxta og gefur honum nafn starfsmannsins. Starfsmaðurinn notar svo þann taxta þegar hann skráir tíma.Hvað er söluvara?

Margar stofur eru farnar að selja vörur sínar í formi stykkja eða pakka. Þetta á sérstaklega við þegar um staðlaða hluti er að ræða svo sem nýskráningu félags eða gerð samþykkta svo eitthvað sé nefnt. Verð á hlutnum er þá tilgreint hér og svo er vara skráð á málið í stykkjatali.Sérstakt verð fyrir ákveðinn viðskiptavin

Það er einfalt að stilla verð fyrir ákveðinn viðskiptavin sem gildir þá í staðinn fyrir almenna verðskrá. Þau verð gilda þá um öll mál viðskiptavinarins nema búið sé að skilgreina sérstök verð í þeim málum.


  • Sjá hér hvernig stilla á sérstakt verð fyrir viðskiptaviniSérstakt verð fyrir ákveðin mál

Það er einfalt að stilla sérstök verð fyrir ákveðin mál. Þá gilda þau verð í staðinn fyrir kjör viðskiptavinarins og í staðinn fyrir almenna verðskrá.

  • Sjá hér hvernig stilla á sérstakt verð fyrir mál

Verð í öðrum gjaldmiðlum

Það er mjög einfalt að skrá verð í öðrum gjaldmiðlum. þú smellir einfaldlega á Verð í erlendum gjaldmiðlum og þar getur þú tilgreint verð á töxtum í erlendum myntum.Þegar þangað er komið getur þú séð hvað taxtarnir þýða í erlendum gjaldmiðlum miðað við að þeir séu umreiknaðir á gengi dagsins. Þú getur einnig ákveðið að tiltekinn taxti eigi að kosta fasta tölu í erlendri mynt. Þá smellirðu á Breyta hnappinn.Þar getur þú smellt á þann reit sem þú vilt breyta. Hér má sjá hvernig vinna Guðrúna Pétursdóttur átti að kosta 156 pund umreiknað á gengi dagsins en þess í stað vill notandinn að verð sé 250 pund. Það verð mun þá gilda hjá öllum viðskiptavinum sem skráður eru með breskt pund sem gjaldmiðil og í málum þeirra. Það er svo alltaf hægt að stilla verðin hjá þeim viðskiptavini og í málum sérstaklega ef vill.Þegar búið er að skrá verðin inn er einfaldlega smellt á Vista.


Yfirlit yfir öll verð

Það er einfalt að sjá yfirlit yfir öll verð á stofunni og átta sig á því hvar sérverð eru gildandi. Þá er smellt á hnappinn Verð í erlendum gjaldmiðlum.