Ef þú tengir Manor Collect við banka þá getur þú fengið kröfur viðskiptavina þinna sendar beint úr bankanum inn í Manor Collect. Það þýðir að kröfurnar eru rafrænar frá upphafi til enda og engin orka fer í tölvupóst, handskráningu eða annað slíkt. Þá getur kröfuhafi einnig fylgst með kröfum sínum í þjónustuvef kröfuhafa.
Mikið magn með sjálfvirkum hætti
Manor getur unnið með þúsundir krafna með sjálfvirkum hætti ef tenging er komin á við banka. Ef þinn viðskiptavinur vill að þú takir allar kröfur sem fara fram yfir eindaga þá getur það gerst sjálfvirkt.
Kostnaður uppfærist sjálfvirkt
Tenging við banka þýðir einnig að Manor sér um að uppfæra kostnað og önnur atriði á kröfunni jafn óðum. Um leið og bréf eru búin til í Manor eru kostnaður uppfærður á kröfunni í banka. Rafræn tenging við banka fækkar mjög handvirkum skrefum.
Greiðslur skiptast strax
Krafa sem er í banka og skuldari greiðir er strax gerð upp í bankanum. Bankinn skiptir þá greiðslunni á milli kröfuhafa og innheimtuaðila. Tekjur berast strax inn á reikning kröfuhafa og enginn tími fer í að skila fé frá innheimtuaðila til kröfuhafa.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina