Verð á vinnu, vörum, akstri og öðru í hverju máli er það verð sem tilgreint er í verðskrá stofunnarsérkjörum viðskiptavinar eða sérkjörum málsins. Það sértækasta gildir. Til þess að skilgreina sérkjör máls er smellt á hnappinn "Kjör" 


save image


Þá birtist viðmót til þess að stilla kjörin. Tveir dálkar hafa bein áhrif á verð í málinu,

  • Verð í þessu máli
  • Afsláttur í máli


save image


Síðasti dákurinn sýnir hver lokaniðurstaðan er í kjörum. Í dæminu hér að ofan er verð stofunnar 22.900 fyrir vinnu Guðrúnar Pétursdóttur. Svo er ákveðið að í þessu máli skuli verðið vera 19.900 á hvern tíma og að auki gildi 10% afsláttur. Lokaverð fyrir þá vinnu er því 17.910 kr.


Þegar búið er að ákveða kjörin er smellt á hnappinn "Vista kjör."


Er alltaf hægt að breyta kjörum?

Já. Það er alltaf hægt. Breyting á kjörum hefur áhrif á allt óreikningsfært í málinu en ekki það sem búið er að reikningsfæra.