Það er mjög einfalt að tengjast Manor með ODATA tengingu og sækja þannig gögn sem nota má í margvíslegum tilgangi, svo sem lifandi Excel greiningarvinnu eða Power-BI greiningum og skýrslum.
Undirbúningur í Manor
Aðeins þarf nokkur einföld skref ti þess að tengjast. Sá sem setur upp tenginguna í Manor þarf að vera með réttindi kerfisstjóra. Því næst eru skrefin þessi:
- Stofna kerfisnotanda
Þá er farið í Manor > Kerfisstjórn > Notendur > Stofna kerfisnotanda fyrir samtengingu kerfa. Þessi notandi er eingöngu notaður í kerfislegum tilgangi. Ekki er hægt að skrá sig inn með kerfisnotanda í Manor viðmótinu heldur er hann eingöngu til samskipta á milli kerfa. - Skilgreina réttindi kerfisnotandans
Til þess að kerfisnotandinn geti framkvæmt aðgerðir og sótt gögn þarf hann að hafa til þess réttindi. Þá er farið í Manor > Kerfisstjórn > Hlutverk. Hér er kjörið að stofna sérstakt hlutverk fyrir kerfisnotanda og í því hlutverki séu þessi réttindi virk:- Getur notað ODATA vefþjónustu.
- Getur notað ODATA vefþjónustu.
- Setja hlutverkið á kerfisnotandann
Þá er farið í Manor > Kerfisstjórn > Notendur. Opnaður er kerfisnotandinn sem stofnaður var í skrefi 1 og hakað við hlutverkið sem búið var til í skrefi 2. - Stofna API lykil
Til þess að tengjast Manor með ODATA þá þarf að stofna API lykil sem er eingöngu nýttur í þeim tilgangi. Þá er farið í Manor > Kerfisstjórn > API lyklar > Stofna lykil. Hér þarf að skrá þarf lykilinn hjá sér en hann er nýttur í skrefi 5. Athugið að lykillinn mun aldrei aftur sjást á skjá. Ef það misferst að skrá hann hjá sér þarf að stofna nýjan lykil.
Að tengjast
Þá er komið að því að tengjast. Hægt er að tengjast ODATA með hinum ýmsu leiðum og forritum. Til einföldunar skulum við hér skoða dæmi þar sem tengst er með Excel.
- Bæta við gagnastraumi
Þá er farið í Excel > Data > Get Data > From Other Sources > From OData feed - Skrá inn vefslóð
Ef vefslóðin á þinn Manor er til dæmis https://secure.manor.is/mittfyrirtaeki
Þá er ODATA vefslóðin þessi: https://secure.manor.is/mittfyrirtaeki/odata - Stilla auðkenningu
Hér þarf að velja Basic. Reitur fyrir notendanafn er hafður auður. Í reitinn lykilorð fer API lykilinn sem þú skráðir hjá þér í skrefi 2 í undirbúningi hér að ofan. Því næst er valin vefslóðin á Manor í fellivalmyndinni. Svo er smellt á Connect. - Allt klárt
Þá er tengnignin klár og hægt að hefja notkun á gagnastraumnum í Excel.
Aðgengileg gögn
Þau gögn sem sjást í ODATA tengingu eru þau gögn sem notenudr Manor hafa þurft á að halda í samhengi við greiningar og skýrslur í gagnavöruhúsum og Power BI. Gott er að hafa samband við tengilið sinn hjá Manor sem getur útskýrt gagnalíkanið og aðstoðað við vinnslu gagnanna.