Það er mjög einfalt að tengja Manor við DK með beinum hætti í gegnum vefþjónustu hjá DK.


Hvað gerir tengingin?

Áður en farið er í að tengja Manor við DK er ágætt að vita hvernig tengingin virkar. Tengingin sparar mikla handavinnu og hefur reynst vel.


Sölureikningar

  • Reikningar stofnaðir í Manor eru stofnaðir strax í DK og bókaðir. Birtast því sem bókaðir reikningar.
  • Hvort reikningur fari rafrænt fer eftir stillingu viðskiptamanns í DK
  • Hvort reikningur fari í tölvupósti fer eftir stillingu viðskiptamanns í DK.
  • Ef hakað er við að senda vinnuskýrslu með reikningi í Manor þá fer hún yfir í DK sem viðhengi reiknings. Ef reikningur fer svo rafrænt fer viðhengið með.


Gjalddagi / eindagi

  • Dagsetning reiknings er ákveðin í Manor og verður gjalddagi reikningsins sem stofnast í DK.
  • Eindagi reiknings er ákveðinn í Manor og verður eindagi reikningsins sem stofnast í DK.
    • Almennur greiðslufrestur er stilltur undir: Manor > Stjórnun > Fyrirtæki
    • Sértækur greiðslufrestur er stilltur í spjaldi hvers viðskiptavinar.


Rafrænir reikningar

  • Manor tenging við DK hefur engin áhrif á sendingu rafrænna reikninga.
  • Ef viðskiptavinurinn er stilltur á að senda rafrænan reikning í DK þá mun rafrænn sendast sjálfvirkt um leið og reikningurinn úr Manor bókast í DK.

Kröfustofnun

  • Ef DK er still þannig að stofna eigi kröfu í netbanka í kjölfar bókuar þá mun það gerast sjálfvirkt um leið og reikningurinn úr Manor bókast í DK.


Viðskiptamenn

  • Manor uppfærir viðskiptamann í DK þegar reikningar er stofnaður á hann, ekki þess á milli.
  • Nýr viðskiptamaður er stofnaður í DK ef hann er ekki til þegar Manor er að stofna á hann reikning.


Reikningar í erlendri mynt - gott að vita

  • Í Manor er viðskiptamaður í tiltekinni mynt. Til dæmis EUR og þá eru allir reikningar gefnir út á hann í EUR.
  • Manor stofnar nýjan viðskiptamann í DK þegar fyrsti reikningurinn er gefinn út á hann.
  • Sá viðskiptamaður mun stofnast í DK án sérsakrar myntar.
  • Reikningar á hann verða engu að síður í EUR.


Fá aðgang að DK plús hjá DK

Áður en hægt er að tengja Manor við DK þarf að hafa samband við DK og tryggja að fyrirtækið þitt sé með DK+ en það er viðbót á DK kerfið sem opnar á samskipti við kerfið í gegnum vefþjónustu. Best er að hafa beint samband við DK til að fá þetta í gang.


Þegar það er komið er hægt að halda áfram í að tengja Manor við DK.


Sækja auðkennislykil í DK plús


  1. Fyrst er farið á vefsvæði dk+ sem er staðsett hér.
  2. Þar þarf að skrá sig inn með netfangi og notendanafni sem fæst hjá DK.

  3. Þegar búið er að skrá sig inn blasir þessi mynd við. Hér þarf að velja "valmynd" undir nafni notandans og smella þar á Stillingar. Þá sjáum við svæðið "Auðkenningar tákn"



  4. Í því svæði er hægt að stofna svonefnda lykla sem við notum til þess að tengja Manor við DK.

    • Þá gefum við lyklinum nafn: Manor tenging
    • Veljum rétt fyrirtæki í flettilistanum sem við ætlum að tengja
    • Smellum svo á stofna

  5. Þá er lykillinn orðinn til og við sjáum hann í listanum.



  6. Þá þurfum við að fá auðkenni lykilsins. Þetta er það sem við ætlum að setja inn í stillingarnar í Manor í næstu skrefum. Þá förum við í litla copy/paste merkið í línunni. Athugið að það kann að virðast sem ekkert gerist þegar smellt er á merkið en í raun er auðkennið þá komið á klippispjaldið í tölvunni (clip-board) og við getum því gert paste hvar sem er til að fá auðkennið fram.



  7. Ef vill er hægt að opna notepad eða einhvers konar textaforrit, og gera þar paste til þess að sjá lykilinn. Nú er allt klárt í að fara yfir í Manor og klára uppsetninguna.


    * Athugið að lykillinn hér á myndinni er skáldaður og ekki nothæfur. Hvert fyrirtæki þarf að sækja eigin lykil.


Uppsetning á DK tengingu í Manor

Hér ætlum við að setja upp vefþjónustutengingu við DK. Mikilvægt er að ljúka öllum fyrri skrefum áður en haldið er áfram hér. Afar einfalt er að virkja DK tengingu og eru skrefin þessi:


  1. Skrá sig inn í Manor.
  2. Fara þar í Manor > Stjórnun > Fyrirtæki > Fyrirtæki ehf.
  3. Hér sjáum við stillingasvæði Fyrirtækis ehf. Þar er svæði sem nefnist Reikningagerð. Smellum þar á Breyta hnappinn.

  4. Þá kemur upp gluggi til stilla val á bókhaldskerfi. Veljum þar DK bókhaldskerfi og smellum á Vista.

    ATH:Gætið þess að velja ekki DK Bókhaldskerfi - XML skrár.



  5. Þá sjáum við að nýtt svæði fyrir stillingar DK bókhaldskerfis er nú sýnilegt. Smellum þar á Breyta.

  6. Þá kemur upp gluggi fyrir stillingar. Hér ætlum við að skrá inn auðkennislykilinn sem við sóttu í DK plús hér að framan.

    Best er að afrita (copy) lykilinn og líma hann (paste) svo í reitinn API lykill hér í stillingunum.

    Því næst er smellt á Vista hnappinn.


    Til upprifjunar má hér sjá lykilinn sem við sóttum í fyrri skrefum:


    * Athugið að lykillinn hér á myndinni er skáldaður og ekki nothæfur. Hvert fyrirtæki þarf að sækja eigin lykil.

  7. Nú er búið að virkja tenginguna við DK.