Þegar búið er að skrá innborgun og svo ráðstafa innborgun er komið að því að skila innborgun. Það þýðir að færa kröfuhafanum þann hluta innborgunarinnar sem hann á að fá samkvæmt ráðstöfun hennar, sem oftst er sá hluti sem fór á vexti og höfuðstól. Ef innheimtan er sjálfvirk með bankatengingu þá gerist þetta af sjálfu sér. Ef hins vegar skuldari greiddi inn á vörslureikning innheimtuaðila þá þarf að klára þessi skref handvirkt.
Farið er í kröfuna sem um ræðir og í svæðið "innborganir" sem er neðst til vinstri í kröfunni.
Þar má finna tengil sem heitir "bókhald". Þegar smellt er á hann kemur upp blað fyrir yfirlit um þessa innborgun fyrir bókhald innheimtuaðilans.

Efst til hægri hér er hnappurinn "Skila" og skal ekki smella á hann fyrr en sannanlega er búið að millifæra peningana til kröfuhafans. Auðvitað getur innheimtuaðili smellt hvenær sem er á hnappinn en góðir starfshættir eru þeir að gera það ekki fyrr en búið er að skila.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina