Krafa í Manor er mál sem kröfuhafi heldur úti gagnvart skuldara. Krafa í Manor er sett upp með myndrænum hætti svo einfalt sé að átta sig á röð atburða á tímalínunni og fljótlegt sé að finna það sem leitað er eftir í ólíkum svæðum kröfunnar.
Útlit kröfu
Manor birtir kröfur með myndrænum hætti. Hér má sjá kröfu sem farið hefur í gegnum áætlun og ýmislegt hefur gerst á tímalínu.
Uppruni krafna
Krafa verður til í viðskiptum á milli málsaðila en berst innheimtuaðila með tvenns konar hætti.
- Með handvirkum hætti, krafan berst á pappír, með símtali eða í tölvupósti.
- Með rafrænum hætti, krafan er sótt í banka þar sem kröfuhafi hafði stofnað hana í innheimtukerfi bankanna.
Innheimtustig
Hver krafa getur verið á einu innheimtustigi á hverjum tíma. Stigin eru fjögur talsins.
- Fruminnheimta
- Milliinnheimta
- Löginnheimta
- Kröfuvakt
Aðilar kröfu
Krafa hefur alltaf kröfuhafa og svo einn eða fleiri mótaðila sem geta verið:
- Skuldari
- Meðskuldari
- Ábyrgðarmaður
- Tengiliður
- Veðsali
- Fyrirsvarsmaður.
Þættir kröfu
Krafa inniheldur fjölda atriða sem Manor birtir með myndrænum og aðgengilegum hætti. Helstu þættir kröfu eru:
- Forsendur
- Aðilar
- Vaxtatafla
- Lýsing
- Fyrningardagur
- Stofndagur
- Gjalddagar
- Einn eða fleiri.
- Eindagi skráður ef vill.
- Áfallinn kostnaður
- Útlagður kostnaður
- Kostnaður kröfuhafa
- Fylgiskjöl
- Veð
- Innborganir
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina