Það er ekkert mál að loka máli í Manor. Þú finnur hnappinn "Aðgerðir" efst til hægri og velur þar undir "Loka máli".


save image


Hvaða áhrif hefur lokun máls?

Lokun máls veldur því að:

  • Málið er ekki lengur aðgengilegt þátttakendum málsins. 
  • Mappa með skjölum málsins fer út af tölvum þátttakenda málsins.
  • Ekki er hægt að skrá tekjur á málið (tíma, akstur, vörur, kostnað).


Að sjá lista yfir lokuð mál

Í öllum málalistum er hægt að velja síu sem birtir opin eða lokuð mál.


save image


Glatast tekjur sem búið er að skrá ef máli er lokað?

Nei þær haldast allar og engu er eytt við að loka máli. Það sem er óútskuldað verður áfram óútskuldað. Manor birtir lokuð mál áfram í listum yfir stöðu mála svo að ekki gleymist að rukka tekjur sem skráðar voru á lokuð mál.


Hvernig er viðmótið þegar máli er eytt?

Manor spyr hvort þú sért viss og útskýrir hvað nákvæmlega sé að fara að gerast. Þú verður að samþykkja ef þú vilt lokamálinu.


save image


Hvernig er mál opnað aftur?

Ef þú ferð á lokað mál blasir við að það sé lokað. Til þess að opna málið aftur er farið í "Aðgerðir" efst til hægri og þar valið "Opna". Aðeins ábyrgðarmaður málsins getur opnað það á ný.


save image


Áhrif þess að opna mál aftur eru þessi.

  • Þátttakendur geta séð málið á ný.
  • Mappa með skjölum málsins birtist á ný hjá þátttakendum.