Ekkert mál er að eyða máli í Manor. Þá ferðu í málið og smellir á "Aðgerðir" efst til hægri. Þar undir er möguleikinn "Eyða". 


save image


Hverju er eytt?

Þegar máli er eytt þá er eftirfarandi atriðum eytt.

 • Öllum óútskuluduðum skráðum tekjuatriðum málsins.
  • Tímafærslur
  • Akstur
  • Kostnaður
  • Vörur
 • Öllum verkefnum málsins.
 • Öllum atburðum málsins.


Hverju er ekki eytt?

Þú að máli sé eytt eru nokkur atriði sem sitja eftir, svo sem:


 • Öll ekjuatriðum sem búið er að rukka.
 • Atburðir sem eru liðnir.


Hvernig er viðmótið þegar ég eyði máli?

Manor spyr hvort þú sért viss og útskýrir hvað nákvæmlega sé að fara að gerast. Þú verður að samþykkja ef þú vilt eyða málinu.


save image


Ef ég eyddi óvart máli, get ég hætt við?

Já þú getur hætt við. Þegar máli er eytt í Manor þá er málið og annað sem því tengist merkt sem eytt í undirliggjandi gagnagrunnum. Hægt er að kalla gögnin fram aftur.


Ef þú eyddir óvart máli hafðu þá samband við þjónustuver í síma 546 8000 eða í tölvupósti á adstod@manor.is og þjónustuver aðstoðar þig við að endurheimta málið.


Hvað verður um skjöl máls sem er eytt?

Skjöl málsins eru merkt sem eydd í undirliggjandi gagnagrunnum. Hægt er að kalla skjölin fram aftur með aðstð þjónustuvers.


Hver er munurinn á því að loka eða eyða máli?

 • Loka: Ekkert mál að opna aftur í viðmótinu.
 • Eyða: Málið og allt sem því tengist hverfur. Ekki hægt að opna aftur. Hægt að endurkalla með aðstoð þjónustuvers.


Get ég látið gjöreyða máli og öllum gögnum þess?

Já þú getur það með því að hafa samband við þjónustuver og óska eftir algjörri eyðingu á tilteknum gögnum. Eftir slíka eyðingu er engin leið að afturkalla gögnin.