Til þess að móta Manor betur að fjölbreyttum tegundum mála er hægt að útbúa málasniðmát sem bæta við málin sérsniðnum reitum og öðrum eigineikum. Þá er hægt að flokka málin eftir þessum reitum, skipuleggja vinnu betur, fylgjsast með fyrningarfrestum o.fl.


Að búa til sniðmát

Með því að fara í Kerfisstjórn og velja þar Málasniðmát er hægt að búa til nýtt sniðmát. Hægt er að velja nafn á sniðmátið, eins marga rieti og hentar, valið tegund reita og sagt til um hvort þeir séu nauðsynlegir við skráningu máls eða ekki. Þegar búið er að útbúa sniðmát þá má velja það þegar nýtt mál er stofnað.

Að stofna mál með sniðmátinu

Þegar búið er að útbúa sniðmát má stofna mál með sniðmátinu með því að smella á hnappinn Stofna mál efst til hægri í Manor og velja svo viðeigandi sniðmát við stonfun málsins. Um leið og sniðmátið er valið birtist svæði þar sem reitir sniðmátsins eru sýnilegir og hægt að skrá í þá gögn.
Að skoða mál í sniðmáti

Þegar búið er stofna mál í tilteknu sniðmáti má alltaf breyta gögnum í þeim reitum sem tilheyra sniðmátinutinu. Þá er farið í viðkomandi mál og smellt á [Breyta] í því svæði sem tilheyrir sniðmátinu.
Sérhannaður listi yfir mál í sniðmáti

Mál í sniðmátum má sjá í sérstökum lista þar sem hver reitur í sniðmátinu er í sér dálki. Þar má flokka málin, leita sérstaklega í þeim, raða eftir dálkum o.s.frv.Að skipta um sniðmát á máli

Ekki er hægt að færa mál úr einu sniðmáti í annað sem stendur. Sá möguleiki er þó væntanlegur.


Að hafa mörg sniðmát á sama máli

Hvert mál getur aðeins verið í einu sniðmáti á hverjum tíma.