Manor hjálpar þér að finna tíma til þess að skrá á mál. Þessi eiginleiki skilar miklum tekjum sem ella hefðu gleymst og tapast. Manor notar það sem kerfið veit um málin til þess að hjálpa þér að finna tíma. Manor notar margvísleg gögn til þess að leggja til tímaskráningar.


Hvar sjást tillögur að tímaskráningum?

Hér má sjá grafíska viðmótið til þess að skrá tíma. Sjá má að nokkrir dagar eru með grænan bakgrunn við nafn vikudagsins. Það þýðir að Manor er með tilbúnar tillögur að tímaskráningu fyrir þessa daga. Rauði teljarinn telur þau mál sem Manor leggur til að gætu fengið tímafærslu.


save imageÞegar smellt er á vikudaginn opnast viðmót með tillögunum fyrir þann dag.


save image


Hér má sjá þær tillögur sem Manor leggur til fyrir þennan dag. Samkvæmt þessu á eftir að skrá tíma á málið Samruni X og Y hjá viðskiptavininum Samrunafélagið. Manor veit að málið var uppfært á þessum degi og fjórum verkefnum var lokið - án þess að nokkur tími hafi verið skráður.


Hvað veldur tillögum?

Fjöldi aðgerða veldur tillögum að tímaskráningum. Meðal þess helsta má nefna margvíslegar aðgerðir í þáttum á borð við:

 • Mál
 • Verkefni
 • Atburði
 • Rannsóknir
 • Srkáningu tekna
  • Akstur
  • Vörur
  • Kostnaður
 • Vinnslu í skjölum


Svona mætti áfram telja. Manor er sérhannað með aukningu tekna í huga og nýtir því mikið magn upplýsinga við að útbúa tillögur að tímaskráningum.


Hvenær hverfa tillögurnar?

Ef þú hefur bætt við tíma í þeim málum sem mælt er með að skrá tíma á þá hverfa tillögurnar. Jafnframt hverfa þær ef þú smellir á hnappinn "sleppa tillögu". Ef þú nýtir ekki tillögurnar þá verða þær aðgengilegar til framtíðar.


Hvernig skapa tillögurnar mestar tekjur?

Þeir sem temja sér það vinnulag að fara yfir tillögurnar í lok dags eru þeir sem fá mestar tekjur út úr tillögunum og eru nær því að hafa skráð allar tekjur sem mögulegt var að skrá.