Nú er komið að því að stofna fyrsta málið. Það er mjög einfalt og tekur aðeins nokkrar sekúndur.


Fyrst finnur þú hnappinn efst til hægri sem heitir Stofna mál.


save image


Þú smellir á hann og þá birtist gluggi þar sem þú þarft að slá inn frekari upplýsingar. 


save image


Aðeins er nauðsynlegt að fylla þá reiti sem eru merktir með * merki.


 • Nafn máls
  • Þú getur gefið málinu hvaða nafn sem er. Mörg mál geta haft sama nafn.
 • Tegund máls
  • Hægt er að setja upp málasniðmát og velja sniðmát fyrir málið.
 • Viðskiptavinur
  • Hægt er að velja viðskiptavin eða stofna nýjan strax með því að smella á hnappinn.
 • Ábyrgðarmaður
  • Hvert mál verður að hafa skilgreindan ábyrgðarmann. Sá verður einnig að vera þátttakandi í málinu.
 • Þátttakendur
  • Mál getur haft marga þátttakendur. Þeir sem eru þátttakendur í máli geta séð málið og þau gögn sem því tengjast. Ábyrgðarmaður verður að vera þátttakandi.
 • Tengiliðir
  • Hægt er að að skrá einn eða fleiri tengiliði á mál. Einn tengiliður getur verið á mörgum málum.
 • Málaflokkar
  • Hægt er að flokka mál með málaflokkum.
 • Innheimta virðisaukaskatt
  • Mál geta verið með eða án virðisaukaskatts. Sú stilling ræður því hvort vsk sé lagður á við útskuldun málsins. Meira um virðisaukaskatt hér.
 • Tungumál
  • Hægt er að velja tungumál fyrir málið. Það hefur þau áhrif að vinnuskýrslan kemur út á því tungumáli sem valið er.


Þegar búið er að gefa málinu nafn og/eða skrá inn frekari upplýsingar er hægt að stofna málið með því að smella á hnappinn Vista mál.


Þá birtist nýja málið á skjánum.


save image