Að stofna tengilið er afar einfalt. Tengiliðir eru einstaklingar sem tengjast einu eða fleiri málum. Þeir eru ekki viðskiptavinur málsins heldur einhver hjá viðskiptavini eða einhver sem kemur fram fyrir hans hönd í viðkomandi máli. Efst til hægri í Manor er smellt á bláa Stofna hnapinn.




Þá kemur upp viðmót til þess að skrá upplýsingar um tengiliðinn.



Aðeins þarf að skrá upplýsingar sem eru með * rauðri stjörnumerkingu.


Nafn tengiliðar

  • Nafn viðkomandi er notað á öllum þeim stöðum í Manor sem til tengiliðsins er vísað.


Netfang

  • Notað ef þú vilt senda tölvupóst á tengiliðinn. Manor sendir engin gögn á netfang tengiliða.


Sími

  • Notað ef þú vilt hringja í tengiliðinn. Manor hvorki hringir né sendir gögn í síma tengiliða.


Kennitala

  • Notað ef þú vilt halda skrá yfir kennitölu tengiliða af uppfletti- eða öðrum málefnalegum ástæðum. Manor nýtir ekki kennitölu tengiliða í neinum aðgerðum innan kerfisins nema leit.


Ef allt er klárt má smella á Vista tengilið. Þá er búið að stofna tengilið og hægt að skrá hann sem tengilið við mál.


Hvernig skrái ég tengilið á mál?


Það er einfalt. Þú ferð í málið og smellir á Breyta. Þá kemur upp viðmót þar sem þú getur valið tengilið. Það má einngi velja tengilið strax þegar málið er stofnað.




Hvar sé ég yfirlir yfir mál tengiliðs?


Með því að fara í Tengiliðir í vinstri valmynd og velja þar einhvenr tengilið þá sérðu yfirlit yfir öll þau mál sem hann tengist.