Að stofna viðskiptavin er afar einfalt. Efst til hægri í Manor er hægt að stofna ýmislegt, þar á meðal viðskiptavin. 1. Smellið á stofna hnapp efst til hægri.
 2. Veljið Stofna viðskiptavin.
 3. Þá kemur upp viðmót til þess að skrá inn gögn um viðskiptavin.
 4. Aðeins er nauðsynlegt að skrá það sem er merkt með rauðri stjörnu:
  • Nafn viðskiptavinar
  • Gjaldmiðill gildir um öll mál viðskiptavinar
 5. Ef slegin er inn kennitala má smella á hnappinn [Sækja í Þjóðskrá]
 6. Ekki er nauðsynlegt að slá inn kennitölu t.d. ef viðskiptavinur er erlendur aðili.
 7. Hægt er að skrá póstfang sérstaklega.
 8. Ef allt er klárt má stmella á hnappinn [Stofna viðskiptavin]


Nú er búið að stofna viðskiptavin og því kjörið að læra næst hvernig á að stofna mál.