Að stofna viðskiptavin er afar einfalt. Efst til hægri í Manor er hægt að stofna ýmislegt, þar á meðal viðskiptavin.
- Smellið á stofna hnapp efst til hægri.
- Veljið Stofna viðskiptavin.
- Þá kemur upp viðmót til þess að skrá inn gögn um viðskiptavin.
- Aðeins er nauðsynlegt að skrá það sem er merkt með rauðri stjörnu:
- Nafn viðskiptavinar
- Gjaldmiðill gildir um öll mál viðskiptavinar
- Ef slegin er inn kennitala má smella á hnappinn [Sækja í Þjóðskrá]
- Ekki er nauðsynlegt að slá inn kennitölu t.d. ef viðskiptavinur er erlendur aðili.
- Hægt er að skrá póstfang sérstaklega.
- Ef allt er klárt má stmella á hnappinn [Stofna viðskiptavin]
Nú er búið að stofna viðskiptavin og því kjörið að læra næst hvernig á að stofna mál.