Manor býður einstakt viðmót í því að skrá tíma. Með því að horfa á hverja viku með myndrænum hætti er hægt að sjá strax hvar göt eru í skráningunni og hvar mætti gera betur.
Til þess að skrá tíma með grafískum hætti þarf að velja "Tímar" í valmyndinni til vinstri í Manor. Þá kemur upp yfirlit yfir vikuna þína í tímaskráningum.
- Til að skrá tíma er hægt að teikna á vikuna með músinni.
- Smellt er á autt svæði, haldið inni og teiknuð færsla niður á við.
- Þegar mús er sleppt opnast gluggi til að fylla út önnur atriði tímafærslunnar.
Það er einnig hægt að gera ýmsar aðgerðir við tímafærslurnar á vikumyndinni. Á hverri færslu eru þrjá lítil tákn sem bjóða upp á breyta, eyða eða afrita færsluna
- Nú kannt þú að skrá tíma með grafískum hætti í Manor.
Annað sniðugt í vikuviðmótinu:
- Hægt er að fletta til vinstri og hægri og velja þá viku sem hentar.
- Hægt er að velja ákveðna viku úr vallista
- Hnappurinn [Í dag] fer alltaf á daginn í dag.
- Töfluhnappurinn birtir tímafærslur í töflu en ekki vikumynd.
Hvernig stilli ég tímaeininguna?
Í myndræna viðmótinu er minnsta tímaeining 15 mínútur. Þú getur stillt það hvernig sem hentar.
Hvernig stilli ég upphafs- og lokatíma dagatals?
Það er ekkert mál að stilla upphafstíma og lokatíma. Þú getur stillt það hvernig sem hentar.