Að stofna viðskiptavin er einfalt. Þú finnur fjölhæfan hnapp efst til hægri í Manor sem heitir "Stofna mál" og smellir á píluna á honum. Þá birtast möguleikar til þess að stofna ýmislegt, þar á meðal viðskiptavin.


save image


Þegar þú smellir á "Stofna viðskitpavin" birtist gluggi sem býður þér að filla út upplýsingar um viðskiptavininn.


save image


Aðeins er nauðsynlegt að fylla þá reiti sem eru merktir með * merki.

 • Kennitala
  • Ef kennitala er íslensk og stenst prófanir þá birtist möguleiki á að sækja upplýsingar í fyrirtækjaskrá.
 • Nafn viðskiptavinar
  • Viðskiptavinur getur heitið hvaða nafni sem er og alltaf má breyta því síðar.
 • Netfang
  • Netfang viðskiptavinar er frjálst og má alltaf breyta því síðar.
 • Sími
  • Hægt er að skrá mörg símanúmer ef vill.
 • Aðsetur
  • Hægt er að skrá heimilisfang í hvaða landi sem er. Ef erlent heimilisfang er um að ræða er gott að velja landið fyrst.
 • Gjaldmiðill
  • Hægt er að velja gjaldmiðil á viðskiptavin. Hann gildir þá um öll hans mál.

 • Póstnúmer
  • Hægt er að skrá póstnumer í hvaða landi sem er. Ef póstnúmer er erlent er gott að velja landið fyrst.
 • Land
  • Hægt er að velja hvaða land sem er. Um leið og land er valið breytast reitir fyrir heimilisfang í takt við póstfangskerfi þess lands.
 • Heimilisfang reikninga er sama og heimilisfang
  • Mögulegt er að taka hakið úr þessum reit og þá birtast sér reitir fyrir póstfang sem er annað en heimilisfang.
 • Gjaldmiðill
  • Gjaldmiðill er valinn fyrir hvern viðskiptavin og mun þá eiga við um öll hans mál.Að lokum er smellt á hnappinn [Vista viðskiptavin]


Síðar má alltaf breyta upplýsingum um viðskiptavini með því að fara í 


Viðskiptavinir -> Viðskiptavinur X