Mjög einfalt er að setja upp verðskrá. Þá er farið í "Kerfisstjórn" -> "Taxtar" en verðskráin gildir hjá öllum viðskiptavinum og í öllum málum nema annað sé tekið fram.


save image


Hér sést yfirlit yfir taxta stofunnar.


Tegundir taxta

Manor býður þrjár tegundir taxta.

  • Vinna
    • Gildir um útselda tíma.
  • Akstur
    • Einingaverð á hvern ekinn kílómeter.
  • Söluvörur
    • Fast verð á vörur sem þú vilt selja. T.d. stofnskjöl fyrirtækis sem kosta alltaf X kr.


Sér taxti fyrir hvern starfsmann

Manor mælir með því að stofna vinnu taxta fyrir hvern starfsmann. Hann skráir svo tíma og notar alltaf sinn taxta. Það þýðir að þægilegt er að skrá verð á þann einstakling í sérkjörum viðskiptavinar eða sérkjörum máls síðar þegar það hentar. Þessi nálgun einfaldar líka mjög alla greiningarvinnu á tekjum stofunnar.


Til þess að stofna taxta fyrir starfsmann er bætt við taxta sem er af tegundinni Vinna og ber heiti starfsmannsins.


save imageHvað er söluvara?

Margir sem selja þjónustu bjóða upp á fast verð fyrir þjónustupakka. Til dæmis lögmaður sem sér um stofnun á einkahlutafélagi fyrir fast verð. Það felur í sér skjalagerð, vinnustundir, útlagðan kostnað, akstur og ýmislegt annað en lögmaðurinn vill rukka fast verð fyrir pakkann. Þá getur hann stofnað vöruna "Stofnun einkahlutafélags" og gefið henni fast verð.


save image


Hvað er vörunúmer í bókhaldskerfi?

Sumir vilja að hver taxti færist á sér vörunúmer á reikningi. Það er ekki algengt en möguleikinn er til staðar. Ef ekkert númer er skráð við taxtann þá er notast við almenn vörunúmer fyrir vinnu, akstur, vörur og útlagðan kostnað. Þau númer eru stillt undir "Kerfisstjórn" -> "Stillingar".


Að skrá sérkjör á viðskiptavin

Hægt er að skrá sérkjör á viðskiptavin sem þá gilda í staðinn fyrir almenn verð í verðskrá og ef ekkert er tilgreint sérstaklega í sérkjörum einhverjum af málum hans.Að skrá sérkjör á mál

Hægt er að skrá sérkjör á tiltekið mál sem eiga þá aðeins við um það mál og gilda umfram sérkjör viðskiptavinar og almenn verð í verðskrá.Að setja upp verðskrá í erlendri mynt

Ekkert mál er að skrá verð á taxta í erlendri mynt. Smellt er á hnappinn "Verð í erlendri mynt" í yfirliti taxta.


save image


Þá kemur upp yfirlit yfir almennt verð í erlendri mynt. Ef ekkert er tilgreint sérstaklega eru verðin reiknuð miðað við gengi dagsins sem sótt er daglega til Seðlabankans.


Til þess að breyta einhverju verði er smellt á hnappinn "Breyta".


save image


Svo er smellt á þann stað sem á að uppfæra, t.d. verð á vinnu Guðrúnar Pétursdóttur í pundum talið.


save imageAð lokum er smellt á hnappinn Vista.


Yfirlit yfir öll verð

Efst á yfirliti yfir taxta er hnappurinn "Yfirlit yfir öll verð".