Það er mjög einfalt að tengja Gmail við Manor svo að tölvupóstur streymi á milli kerfanna. Það þýðir að þegar þú gerir uppkast, lest eða sendir töluvpóst þá verða til tillögur að tímaskráningum í Manor. Ef þú skrifaðir póst í morgun þá færðu tillögu að tímaskráningu þegar þú ætlar að skrá tíma síðdegis.


Til þess að tengja Gmail við Manor er best að fylgja þessum skrefum:


  1. Skráðu þig inn á Manor.

  2. Farðu á prófílsvæðið þitt með því að smella á nafnið efst. Farðu svo á svæðið Tengingar. Þar sérðu Gmail tenging. Smelltu þar á hnappinn Tengjast. Þá kemur upp gluggi sem býður þér að tengjast. Þar skal smellt á Tengjast hnappinn.
  1. Í vinnslu.


Hvaða gögn eru sótt frá Gmail?

Manor er með lifandi tengingu við Gmail og veit um leið og eitthvað gerist í tölvupóstinum. Það þýðir að:

  • Uppkast að tölvupósti mun koma sem tillaga að tímaskráningu í Manor.
  • Sendur póstur mun koma sem tillaga að tímaskráningu í Manor.
  • Lesinn póstur mun koma sem tillaga að tímaskráningu í Manor.
  • Engir aðrir atburðir í tölvupósti valda tillögum.


Athugið að ólesinn póstur veldur ekki tillögum að tímaskráningum.


Hvaða hlutar tölvupósta eru sóttir?

Manor sækir aðeins sendanda pósts, móttakendur og yfirskrift hans (subject). Innihald tölvupóstanna, meginmál (body) er ekki sótt né geymt.


Hver getur séð póstinn minn?

Aðeins þú getur séð þær tillögur sem unnar eru upp úr atburðum í tölvupóstinum þínum. Engir aðrir notendur hafa aðgang og stjórnendur og kerfisstjórar hjá þínu fyrirtæki geta ekki séð þínar tillögur að tímaskráningum.


Hvað gerist ef ég aftengi Gmail?

Ef þú aftengir Manor frá Outlook þá haldast þær tillögur að tímum sem búið var að útbúa í Manor. Tillögurnar hverfa ekki. Engar nýjar tillögur verða til eftir að þú aftengir. 


Gastu ekki tengst?

Manor tengist við Gmail í gegnum API þjónustu Google og getur sótt gögn í alla hefðbundna Gmail reikninga. Ef þú ert hins vegar að nota Gmail til þess að tengjast við aðra þjónustu, svo sem gamlan IMAP póstreikning hjá símafyrirtækinu þínu - þá má búast við hnökrum við notkun á tenigngunni. Við mælum sterklega með því að nota aðeins staðlaða Gmail reikninga.