Þegar notast er við bókhaldstengingu í Manor er mikilvægt að vörunúmer séu skráð rétt inn í Manor. Manor notar vörunúmerin í samskiptum við bókhaldskerfið svo að reikningar stofnist rétt í bókhaldskerfinu.


Til þess að skrá vörunúmer er farið í Kerfisstjórn -> Stillingar -> Reikningagerð.


ATH: Ekki allir hafa réttindi til þess að sjá kerfisstjórnarsvæði. Ef þú sérð ekki það svæði hafðu þá samband við Manor.Þegar smellt er á "Breyta" við reikningagerð birtist viðmót til þess að skrá inn vörunúmerin.


save image


Vörunúmerin hér að ofan er mjög breytileg á milli fyrirtækja og því þarf hver og einn að finna sín vörunúmer og skrá þau inn.


Númerin sem fara hér inn er að finna í bókhaldskerfinu þínu undir Vörur eða Birgðir.


Þessi númer eru þau sömu og þú notar þegar þú bætir vörum/þjónustu inn á reikning í bókhaldskerfinu.


Dæmi:

Segjum að vörunúmer fyrir útselda þjónustu í bókhaldskerfinu sé 2001.

Þá skráir þú 2001 í reitinn Vörunúmer v/vinnu í Manor.


En ef það er ekki vörunúmer í bókhaldskerfinu?

Þá þarftu að stofna nýja vöru í bókhaldskerfinu og skrá svo númerið inn í Manor.


Get ég fengið hjálp við þetta?

Já þú getur hringt í þjónustuverið og fengið hjálp. Við getum tengst tölvunni hjá þér og aðstoðað þig með fjartengingu.