Sjá stöðu kröfu á tilteknum degi

Modified on Tue, 9 Aug, 2022 at 12:52 PM

Það er einfalt að fá fram stöðu stakrar kröfu á tilteknum degi. Þú ferð í kröfuna og finnur þar innborganir neðarlega til vinstri. Þar er hægt að stofna innborgun.



Þá kemur upp viðmót til þess að skrá forsendur innborgunar. Þar er valin sú dagsetning sem þú vilt sjá stöðu kröfunnar á, sem dæmi hér 01.05.2022 og svo sett 0 kr í upphæð. Svo er innborgunin vistuð.



Þá er næsta skref að ráðstafa innborguninni. Þá er smellt á Ráðstöfun við innborgunina.



Þá kemur upp gluggi sem sýnir stöðu kröfunnar þann 01.05.2022. Aftasti dálkurinn, Eftirstöðvar, sýnir stöðu hverrar línu á degi innborgunarinnar.



Þá er staðan þekkt og hægt að hætta við ráðstöfun og eyða innborguninni.


Hefur það áhrif á kröfuna að gera innborgun upp á 0 kr?

Nei það hefur engin áhrif. Innborgun upp á 0 kr hefur ekki áhrif á uppgjör kröfunnar og þar sem engu er ráðstafað verða engin áhrif á útreikninga.

Was this article helpful?

That’s Great!

Thank you for your feedback

Sorry! We couldn't be helpful

Thank you for your feedback

Let us know how can we improve this article!

Select at least one of the reasons
CAPTCHA verification is required.

Feedback sent

We appreciate your effort and will try to fix the article