Einfalt er að skrá kostnað í Manor. Best er að velja bláa hnapinn efst til hægri, smella þar og velja "Skrá kostnað".



Þá birtist viðmót til þess að skrá kostnaðinn.




Hægt er að skrá ýmislegt við kostnaðarfærsluna en aðeins er nauðsynlegt að skrá í *rauðmerkta reiti.


Mál/Verk: Kostnaður er skráður á verk/mál og verkþátt . Aðeins er hægt að skrá hverja færslu á eitt mál/verk.

Lýsing: Útlistun á því hvað fólst í kostnaðinum.


Gjaldmiðill: Kostnaður er skráður í þeirri mynt sem hann var greiddur í. Hafi verið greiddar 100 EUR þá ber að skrá gjaldmiðil sem EUR og upphæð 100.

Upphæð: Sú upphæð sem lögð var út, án vsk.

Upphæð til greiðslu: Ef þú vilt að viðskiptavinurinn greiði aðra tölu en lögð var út þá má skrá hana hér. Ef ekkert er skráð þá er þessi upphæð sú sama og upphæð kostnaðarins.


VSK flokkur: Þú velur VSK flokk sem gilti um útlagða kostnaðinn.


Viðtakandi: Sá sem gaf út kostnaðarreikninginn.

Greitt þann: Dagsetning greiðslu. Oftast dagsetning kostnaðarreikningsinsins.

Greiðandi: Sjálfgefið er að viðskiptavinur málsins/verksins greiði en það má einnig velja annan viðskiptamann ef vill.


Þegar búið er að skrá allar upplýsingar er smellt á Vista kostnað og er þá skráningu á kostnaði lokið.


Sjá hér hvernig hægt er að eyða eða breyta kostnaði.